Innlent

Róleg þjóðhátíð

17. júní var tiltölulega rólegur fyrir lögregluna í Reykjavík. Óvenjulítið var um skemmtanahald og þurfti lögreglan ekki að hafa nein afskipti af ölvun unglinga. Tilkynnt var um fjórar minniháttar líkamsárásir og fjórir voru teknir fyrir ölvun við akstur. "Við vorum heppnir hér í Reykjavík, aðeins fimm gistu fangageymslur og það segir eiginlega alla söguna," sagði Haukur Ásmundsson aðalvarðstjóri. Töluverð ölvun var hins vegar í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt föstudags.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×