Erlent

Stjórnmálamenn óhultir fyrir ETA

ETA, aðskilnaðarsamtök Baska, segjst hætt að myrða stjórnmálamenn. Tilkynningin kemur í kjölfar þess að spænska ríkisstjórnin sagðist á dögunum vera reiðubúin til samningaviðræðna ef ETA myndi leggja niður vopn. Síðast þegar samtökin lýstu yfir vopnahléi, árið 1998, stóð það yfir í rétt liðlega ár. Hátt í níu hundruð manns hafa látist í árásum samtakanna í nafni baráttunnar fyrir sjálfstæði Baska-héraðs á síðustu 37 árum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×