Innlent

Sumarlöng leit að klámi í tölvum

Lögreglan í Reykjavík vinnur enn að rannsókn tveggja mála tengdum misnotkun barna og barnaklámi sem upp komu um miðjan mánuðinn. Sigurbjörn Víðir Eggertsson aðstoðaryfirlögregluþjónn giskar á að um hálfur mánuður geti liðið þar til mál manns á fertugsaldri sem kærður hefur verið fyrir ofbeldi gegn fjórum stúlkum á aldrinum þriggja til þrettán ára, verður sent til saksóknara. Maðurinn tók meðal annars myndir af stúlkunum og vistaði í tölvu með öðru barnaklámi sem hann hlóð niður af netinu. Ekki er vitað til þess að hann hafi dreift myndum af stúlkunum. Þá er lögregla enn að fara yfir tölvubúnað 32 ára manns sem handtekinn var eftir alþjóðlegar aðgerðir Europol gegn barnaklámhringi í 13 löndum. Átta tölvur voru gerðar upptækar hjá manninum, auk diska og myndbanda. "Það er mikil vinna að fara yfir þetta," segir Sigurbjörn Víðir og útilokar ekki að sumarið fari í þá rannsókn. "En við reynum að flýta þessu eins og við getum."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×