Erlent

Mistök ef ekki rætt við Tyrki

Það verða stór mistök ef Evrópusambandið fer ekki út í alvarlegar aðildarviðræður við Tyrki, segir forseti framkvæmdastjórnar ESB. Hann segir hugsanlega aðild Tyrkja að hluta til ástæðuna fyrir því að Frakkar og Hollendingar höfnuðu stjórnarskrá sambandsins. Romano Prodi, fyrrverandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, telur að Tyrkir eigi ekki möguleika á að ganga til liðs við Evrópusambandið í framtíðinni. Prodi, sem sjálfur mælti með því í október síðastliðnum að hefja ætti aðildarviðræður við tyrknesk stjórnvöld, er hins vegar þeirrar skoðunar nú, að pólitíkin og viðhorfin hafi breyst eftir að Frakkar og Hollendingar höfnuðu stjórnarskrá ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu. Jose Manuel Barroso, núverandi forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, segir hins vegar brýnt að standa við loforð um að hefja aðildarviðræður við Tyrki í haust. Það eigi að taka til alvarlegrar umræðu þau skilaboð sem kjósendur hafi sent varðandi Tyrkland. „Við teljum að hætta sé á lömun ef við tökum ekki ákvörðun eins fljótt og auðið er. Það getur haft mjög neikvæð áhrif á stefnu okkar, sérstaklega varðandi nýju aðildarríkin,“ segir Barroso 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×