Varnarviðræður innan nokkurra daga 24. júní 2005 00:01 Innan fárra daga hefjast viðræður um framtíð varnarsamstarfs Íslendinga og Bandaríkjamanna í Washington eftir langa bið. Ekki er þó ljóst hvað á að ræða þar sem Bandaríkjamenn hafa ekki ákveðið hver framtíð stöðvarinnar á að verða. Það eru liðin rúm tvö ár frá því að bandaríski sendiherrann hér á landi tilkynnti íslenskum stjórnvöldum að til stæði að kalla herþoturnar á Keflavíkurstöðinni heim fyrir fullt og allt. Tíðindin komu flatt upp á íslenska ráðamenn sem töldu vænlegast að þegja yfir öllu heila fram yfir þingkosningar. Ríkisstjórnin brást illa við og fékk - með látum - brotthvarfinu frestað og áður en yfir lauk tók Hvíta húsið við málinu, en varnarmálaráðuneytið hafði séð um það fram að því. Síðan hefur ekkert gerst. Þar til nú. 6. og 7. júlí ræða íslenskir embættismenn í Washington við bandaríska kollega sína. Innan íslenska stjórnkerfisins er því tekið fagnandi að loksins skuli vera komin hreyfing á málið en óvissan hefur farið illa í starfsmenn Varnarliðsins jafnt sem ráðamenn. Það er hins vegar nær öruggt að fundirnir í Washington muni litlu sem engu skila enda aðeins byrjunarviðræður. Í Hvíta húsinu hefur ekki ennþá verið tekin um það ákvörðun hver stefna Bandaríkjanna í málinu á að vera. Afstaða varnarmálaráðuneytisins er óbreytt en í utanríkisráðuneytinu hefur andstaðan við þær hugmyndir síst minnkað síðan að Condoleezza Rice tók við. Hún er talin sjá diplómatískan hag í því að halda Íslendingum góðum svo lengi sem það kostar ekki of mikið. Bush forseti og menn hans eru enn að melta hvoru ráðuneytinu sé best að fylgja. Og þá er loksins komið að þeim skilaboðum sem Bandaríkjamenn munu að öllum líkindum færa íslenskum embættismönnum í júlí: Íslendingar verða að borga meira. Það eru út af fyrir sig ekki ný skilaboð og hætt er við að embættismennirnir bandarísku geti lítið sagt um nákvæmlega hvernig þeir vilja að kostnaði sé skipt, fyrir utan að rekstur flugbrauta og tilheyrandi starfsemi verði framvegis á reikning Íslendinga. Þar sem Bandaríkjamenn hafa ekki enn náð samkomulagi á milli ólíkra ráðuneyta og um leið ólíkra hagsmuna um hvert framhaldið á að verða á Miðnesheiðinni geta þeir eðli máls samkvæmt ekki samið um neitt við Íslendinga. Heimildarmenn fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar segja hins vegar að þrátt fyrir seinaganginn í Hvíta húsinu snúist hjólin áfram og að í haust megi vænta þess að flugherinn taki við einhverjum hluta starfsemi Varnarliðsins og telja það fyrsta skrefið í átt að því að flugherinn taki við rekstri stöðvarinnar með öllu innan nokkurra ára - verði ekki tekin ákvörðun í Washington um að leggja stöðina niður með öllu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Sjá meira
Innan fárra daga hefjast viðræður um framtíð varnarsamstarfs Íslendinga og Bandaríkjamanna í Washington eftir langa bið. Ekki er þó ljóst hvað á að ræða þar sem Bandaríkjamenn hafa ekki ákveðið hver framtíð stöðvarinnar á að verða. Það eru liðin rúm tvö ár frá því að bandaríski sendiherrann hér á landi tilkynnti íslenskum stjórnvöldum að til stæði að kalla herþoturnar á Keflavíkurstöðinni heim fyrir fullt og allt. Tíðindin komu flatt upp á íslenska ráðamenn sem töldu vænlegast að þegja yfir öllu heila fram yfir þingkosningar. Ríkisstjórnin brást illa við og fékk - með látum - brotthvarfinu frestað og áður en yfir lauk tók Hvíta húsið við málinu, en varnarmálaráðuneytið hafði séð um það fram að því. Síðan hefur ekkert gerst. Þar til nú. 6. og 7. júlí ræða íslenskir embættismenn í Washington við bandaríska kollega sína. Innan íslenska stjórnkerfisins er því tekið fagnandi að loksins skuli vera komin hreyfing á málið en óvissan hefur farið illa í starfsmenn Varnarliðsins jafnt sem ráðamenn. Það er hins vegar nær öruggt að fundirnir í Washington muni litlu sem engu skila enda aðeins byrjunarviðræður. Í Hvíta húsinu hefur ekki ennþá verið tekin um það ákvörðun hver stefna Bandaríkjanna í málinu á að vera. Afstaða varnarmálaráðuneytisins er óbreytt en í utanríkisráðuneytinu hefur andstaðan við þær hugmyndir síst minnkað síðan að Condoleezza Rice tók við. Hún er talin sjá diplómatískan hag í því að halda Íslendingum góðum svo lengi sem það kostar ekki of mikið. Bush forseti og menn hans eru enn að melta hvoru ráðuneytinu sé best að fylgja. Og þá er loksins komið að þeim skilaboðum sem Bandaríkjamenn munu að öllum líkindum færa íslenskum embættismönnum í júlí: Íslendingar verða að borga meira. Það eru út af fyrir sig ekki ný skilaboð og hætt er við að embættismennirnir bandarísku geti lítið sagt um nákvæmlega hvernig þeir vilja að kostnaði sé skipt, fyrir utan að rekstur flugbrauta og tilheyrandi starfsemi verði framvegis á reikning Íslendinga. Þar sem Bandaríkjamenn hafa ekki enn náð samkomulagi á milli ólíkra ráðuneyta og um leið ólíkra hagsmuna um hvert framhaldið á að verða á Miðnesheiðinni geta þeir eðli máls samkvæmt ekki samið um neitt við Íslendinga. Heimildarmenn fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar segja hins vegar að þrátt fyrir seinaganginn í Hvíta húsinu snúist hjólin áfram og að í haust megi vænta þess að flugherinn taki við einhverjum hluta starfsemi Varnarliðsins og telja það fyrsta skrefið í átt að því að flugherinn taki við rekstri stöðvarinnar með öllu innan nokkurra ára - verði ekki tekin ákvörðun í Washington um að leggja stöðina niður með öllu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Sjá meira