Erlent

Hefja plútóníumframleiðslu á ný

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa gefið grænt ljós á plútóníumframleiðslu í fyrsta sinn síðan kalda stríðinu lauk. Dagblaðið New York Times greinir frá því að fyrir dyrum standi að framleiða um hundrað og fimmtíu kíló ef efninu á næstu þrjátíu árum. Plútóníum hefur verið notað í stað úrans við gerð kjarnorkuvopna en yfirmenn verkefnisins nú harðneita því að nokkuð slíkt sé uppi á teningnum og segja efnið verða notað til orkugjafar fyrir verkefni leyniþjónustunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×