Sport

Ólafur dæmdur í ótímabundið bann

Ólafur Gottskálksson, fyrrum markvörður Torquay á Englandi, hefur verið dæmdur í ótímabundir keppnisbann ytra fyrir að mæta ekki í lyfjapróf hjá liðinu á sínum tíma. Keppnisbannið verður líklega fyrir lífstíð nema Ólafur mæti fyrir rétt á Englandi þar sem mál hans verður tekið fyrir. Sagan segir að Ólafur hafi spurt lyfjaeftirlitsmennina hvað það hefði í för með sér ef menn féllu á lyfjaprófi fyrir að hafa neitt lyfja sem voru á bannlista og þegar þeir sögðu honum það, hvarf hann af æfingasvæði liðsins og sást aldrei meira á Englandi. Flýtirinn var þvílíkur að hann yfirgaf unnustu sína og allt sitt hafurtask við brottförina, en Ólafur var tilkynntur týndur af félaginu í vetur, sem kunnugt var.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×