Segir fleiri spurningar vakna 4. júlí 2005 00:01 Eignarhaldsfélagið Ker afsalaði sér húseigninni að Hverfisgötu 33 í Reykjavík til tveggja félaga Framsóknarflokksins skömmu eftir að samþykkt var að ganga til viðræðna við S-hópinn um kaup á Búnaðarbankanum en Ker hf. leiddi þann hóp. Helgi Hjörvar, alþingismaður Samfylkingarinnar, hefur ritað Magnúsi Stefánssyni, formanni fjárlaganefndar Alþingis, bréf þar sem farið er fram á skýringar á því hvort rétt sé að þetta hafi verið gert á sama tíma og unnið var að gerð kaupsamnings vegna Búnaðarbankans og hver þáttur Halldórs Ásgrímssonar, forsætisráðherra, í ferlinu hafi verið. Í bréfi Helga til Magnúsar segir Helgi ýmsu ósvarað varðandi þátt forsætisráðherra við sölu ríkisins á Búnaðarbankanum. Varpar hann fram þremur spurningum sem hann óskar svara við. Vill hann fá skýringar á fullyrðingum Ríkisendurskoðanda að enginn söluhagnaður hafi verið af viðskiptum Hesteyrar með bréf í Keri þegar svör Kauphallar Íslands benda til að verðmæta bréfa hafi hækkað meðan á einkavæðingarferlinu hafi staðið um hálfan milljarð króna. Helgi vill einnig fá skjalfest hvort eða hvenær Halldóri hafi verið kunnugt um kaup Skinneyjar-Þinganess í Hesteyri og kaup Hesteyrar í Keri í kjölfarið en um það hefur forsætisráðherra verið tvísaga að mati Helga. Hefur hann óskað þessara upplýsinga sem fyrst og segir mikilvægt að sannleiksgildið sé kannað til hlítar. Hvorki náðist í Halldór Ásgrímsson né Magnús Stefánsson þegar eftir var leitað og Sigurður Þórðarson, ríkisendurskoðandi, vildi ekki tjá sig. Framsóknarflokkurinn sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem segir að flokkurinn hafi keypt húsið 1997 og flokkurinn flutt skrifstofur sínar þangað 1998. Dráttur hafi hins vegar orðið á að gengið hafi verið frá afsali að eigninni en í millitíðinni hafi Framsóknarflokkurinn borið allan kostnað af rekstri hússins. Því séu aðdróttanir um að kaupin á Hverfisgötu 33 tengist sölu Búnaðarbankans algjörlega úr lausu lofti gripnar. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Sjá meira
Eignarhaldsfélagið Ker afsalaði sér húseigninni að Hverfisgötu 33 í Reykjavík til tveggja félaga Framsóknarflokksins skömmu eftir að samþykkt var að ganga til viðræðna við S-hópinn um kaup á Búnaðarbankanum en Ker hf. leiddi þann hóp. Helgi Hjörvar, alþingismaður Samfylkingarinnar, hefur ritað Magnúsi Stefánssyni, formanni fjárlaganefndar Alþingis, bréf þar sem farið er fram á skýringar á því hvort rétt sé að þetta hafi verið gert á sama tíma og unnið var að gerð kaupsamnings vegna Búnaðarbankans og hver þáttur Halldórs Ásgrímssonar, forsætisráðherra, í ferlinu hafi verið. Í bréfi Helga til Magnúsar segir Helgi ýmsu ósvarað varðandi þátt forsætisráðherra við sölu ríkisins á Búnaðarbankanum. Varpar hann fram þremur spurningum sem hann óskar svara við. Vill hann fá skýringar á fullyrðingum Ríkisendurskoðanda að enginn söluhagnaður hafi verið af viðskiptum Hesteyrar með bréf í Keri þegar svör Kauphallar Íslands benda til að verðmæta bréfa hafi hækkað meðan á einkavæðingarferlinu hafi staðið um hálfan milljarð króna. Helgi vill einnig fá skjalfest hvort eða hvenær Halldóri hafi verið kunnugt um kaup Skinneyjar-Þinganess í Hesteyri og kaup Hesteyrar í Keri í kjölfarið en um það hefur forsætisráðherra verið tvísaga að mati Helga. Hefur hann óskað þessara upplýsinga sem fyrst og segir mikilvægt að sannleiksgildið sé kannað til hlítar. Hvorki náðist í Halldór Ásgrímsson né Magnús Stefánsson þegar eftir var leitað og Sigurður Þórðarson, ríkisendurskoðandi, vildi ekki tjá sig. Framsóknarflokkurinn sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem segir að flokkurinn hafi keypt húsið 1997 og flokkurinn flutt skrifstofur sínar þangað 1998. Dráttur hafi hins vegar orðið á að gengið hafi verið frá afsali að eigninni en í millitíðinni hafi Framsóknarflokkurinn borið allan kostnað af rekstri hússins. Því séu aðdróttanir um að kaupin á Hverfisgötu 33 tengist sölu Búnaðarbankans algjörlega úr lausu lofti gripnar.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Sjá meira