R-listinn gæti sprungið í dag 10. júlí 2005 00:01 Örlög Reykjavíkurlistans gætu ráðist á viðræðufundi aðildarflokkanna sem hefst í dag. Á síðasta fundi lögðu framsóknarmenn fram tvær tillögur: annars vegar að Samfylkingin fengi þrjá borgarfulltrúa og borgarstjóra og Vinstri grænir þrjá og hins vegar að Samfylkingin fengi fjóra fulltrúa og Vinstri grænir tvo og borgarstjóra. Framsóknarflokkurinn fengi í báðum tilvikum tvo borgarfulltrúa. Samfylkingin féllst ekki á þær tillögur og hinir flokkarnir munu að öllum líkindum ekki samþykkja að ganga lengra. Vinstri grænir leggja höfuðáherslu á að jafnræði ríki á milli flokkanna og hafa fulltrúar þeirra í viðræðunum ekki umboð til viðræðna nema á þeim grunni. Tillaga frá Samfylkingunni sem gengur lengra mun aldrei uppfylla það skilyrði. Innan Framsóknarflokksins heyrast einnig þær raddir að ef óásættanleg tillaga komi fram muni þeir líta svo á að tillöguflytjandinn sé að slíta samstarfinu. Fulltrúar Samfylkingarinnar í viðræðunum gefa þó ekkert upp um það hvað þeir hyggjast leggja fram á fundinum. Allt eins gæti farið svo að þeir komi ekki með gagntilboð en vilji þess í stað að gengið verði frá málefnaáherslum áður en frekari ákvarðanir verði teknar um stóla og stöður. Innan Samfylkingarinnar vilja margir sjá málefnaáherslur áður en endanleg ákvörðun verður tekin um hvort halda eigi R-listasamstarfinu áfram eða bjóða fram undir merkjum Samfylkingarinnar. Bæði Vinstri grænir og Framsóknarflokkurinn vilja hins vegar ganga frá samkomulagi milli flokkanna sem fyrst og sérstaklega vilja framsóknarmenn fara að hefja kosningabaráttuna. Þeir telja það engan veginn ásættanlegt að draga viðræðurnar frekar á langinn og segja að þær séu nú þegar komnar fram yfir upphafleg tímamörk. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Sjá meira
Örlög Reykjavíkurlistans gætu ráðist á viðræðufundi aðildarflokkanna sem hefst í dag. Á síðasta fundi lögðu framsóknarmenn fram tvær tillögur: annars vegar að Samfylkingin fengi þrjá borgarfulltrúa og borgarstjóra og Vinstri grænir þrjá og hins vegar að Samfylkingin fengi fjóra fulltrúa og Vinstri grænir tvo og borgarstjóra. Framsóknarflokkurinn fengi í báðum tilvikum tvo borgarfulltrúa. Samfylkingin féllst ekki á þær tillögur og hinir flokkarnir munu að öllum líkindum ekki samþykkja að ganga lengra. Vinstri grænir leggja höfuðáherslu á að jafnræði ríki á milli flokkanna og hafa fulltrúar þeirra í viðræðunum ekki umboð til viðræðna nema á þeim grunni. Tillaga frá Samfylkingunni sem gengur lengra mun aldrei uppfylla það skilyrði. Innan Framsóknarflokksins heyrast einnig þær raddir að ef óásættanleg tillaga komi fram muni þeir líta svo á að tillöguflytjandinn sé að slíta samstarfinu. Fulltrúar Samfylkingarinnar í viðræðunum gefa þó ekkert upp um það hvað þeir hyggjast leggja fram á fundinum. Allt eins gæti farið svo að þeir komi ekki með gagntilboð en vilji þess í stað að gengið verði frá málefnaáherslum áður en frekari ákvarðanir verði teknar um stóla og stöður. Innan Samfylkingarinnar vilja margir sjá málefnaáherslur áður en endanleg ákvörðun verður tekin um hvort halda eigi R-listasamstarfinu áfram eða bjóða fram undir merkjum Samfylkingarinnar. Bæði Vinstri grænir og Framsóknarflokkurinn vilja hins vegar ganga frá samkomulagi milli flokkanna sem fyrst og sérstaklega vilja framsóknarmenn fara að hefja kosningabaráttuna. Þeir telja það engan veginn ásættanlegt að draga viðræðurnar frekar á langinn og segja að þær séu nú þegar komnar fram yfir upphafleg tímamörk.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Sjá meira