Össur vill R-lista, sama hvað 16. júlí 2005 00:01 "Ég er bjartsýnn á að það náist samstaða um Reykjavíkurlista eins og staðan er núna. Ef það fer svo að aðrir flokkar en Samfylkingin ákveða að taka ekki þátt í því þá tel ég að Samfylkingin ætti samt sem áður að bjóða fram með óháðum og þeim sem vilja undir merkjum Reykjavíkurlistans. Ég tel að undir öllum kringumstæðum eigi Samfylkingin að bjóða fram sem Reykjavíkurlisti, þó að annar eða báðir samstarfsflokkana vilji ekki vera með í slíkum lista," segir Össur Skarphéðinsson. Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Vinstri grænir hafa undanfarnar vikur setið við samningaborðið og rætt framtíðarsamstarf um Reykjavíkurlista og er enn alls óvíst hvort flokkarnir nái saman um áframhaldandi samstarf. Svo virðist sem helsta bitbein flokkanna sé fjöldi fulltrúa, Samfylkingin vill minnst fjóra fulltrúa en báðir hinir flokkarnir segja jafna aðkomu flokkanna vera grundvallarskilyrði samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Aðspurður hvaða aðferðir honum hugnist um val á fulltrúum Samfylkingar ef svo færi að allir flokkarnir færu aftur saman fram segir Össur: "Ég teldi það rétt af Samfylkingunni að hafa opið prófkjör um þá fulltrúa sem hún fengi með Reykjavíkurlistanum. Ég tel að það eigi að vera mögulegt fyrir óháða frambjóðendur að bjóða sig fram í slíku prófkjöri." Jóhanna Eyjólfsdóttir formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík segir það ljóst að Samfylkingin muni alltaf fara einhvers konar prófkjörsleið og þvertekur ekki fyrir að óháðir frambjóðendur gætu komið að því prófkjöri. Hún vill ekki tjá sig um framtíðarhorfur R-listans enda virðast viðræður flokkanna á viðkvæmu stigi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skýrist það fljótlega eftir verslunarmannahelgi hvað verður í framhaldinu. Ekki náðist í Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur vegna málsins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Sjá meira
"Ég er bjartsýnn á að það náist samstaða um Reykjavíkurlista eins og staðan er núna. Ef það fer svo að aðrir flokkar en Samfylkingin ákveða að taka ekki þátt í því þá tel ég að Samfylkingin ætti samt sem áður að bjóða fram með óháðum og þeim sem vilja undir merkjum Reykjavíkurlistans. Ég tel að undir öllum kringumstæðum eigi Samfylkingin að bjóða fram sem Reykjavíkurlisti, þó að annar eða báðir samstarfsflokkana vilji ekki vera með í slíkum lista," segir Össur Skarphéðinsson. Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Vinstri grænir hafa undanfarnar vikur setið við samningaborðið og rætt framtíðarsamstarf um Reykjavíkurlista og er enn alls óvíst hvort flokkarnir nái saman um áframhaldandi samstarf. Svo virðist sem helsta bitbein flokkanna sé fjöldi fulltrúa, Samfylkingin vill minnst fjóra fulltrúa en báðir hinir flokkarnir segja jafna aðkomu flokkanna vera grundvallarskilyrði samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Aðspurður hvaða aðferðir honum hugnist um val á fulltrúum Samfylkingar ef svo færi að allir flokkarnir færu aftur saman fram segir Össur: "Ég teldi það rétt af Samfylkingunni að hafa opið prófkjör um þá fulltrúa sem hún fengi með Reykjavíkurlistanum. Ég tel að það eigi að vera mögulegt fyrir óháða frambjóðendur að bjóða sig fram í slíku prófkjöri." Jóhanna Eyjólfsdóttir formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík segir það ljóst að Samfylkingin muni alltaf fara einhvers konar prófkjörsleið og þvertekur ekki fyrir að óháðir frambjóðendur gætu komið að því prófkjöri. Hún vill ekki tjá sig um framtíðarhorfur R-listans enda virðast viðræður flokkanna á viðkvæmu stigi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins skýrist það fljótlega eftir verslunarmannahelgi hvað verður í framhaldinu. Ekki náðist í Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur vegna málsins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Sjá meira