Skipulagsmál og framboðsmál 19. júlí 2005 00:01 Það fer ekki á milli mála að sveitastjórnarkosningar verða á næsta ári. Í höfuðborginni eru framkvæmdir úti um allt. Verið að laga götu hér og götu þar. Kannski væri heppilegt að kjósa oftar þá væri meira um uppbrettar ermar til að koma hlutunum í lag. Þá væri kannski líka meira um góðar hugmyndir og meira litið til þess hvað fólki finnst um eitt og annað. Ég hlustaði um daginn á samtalsþátt um skipulagsmál í Reykjavík. Þáttastjórnandi hafði orð á því að umræða um skipulagsmál væri óvenju fjörug um þessar mundir (Þetta var rétt eftir að Sjálfstæðismennirnir spiluðu út trompinu með eyjabyggðina). Einn þátttakenda sagði skýringuna á því einfalda. Almennt vilji þeir sem sitji við stjórnvölinn ekki ræða þessi mál við borgarana, þeir vilji ákveði þetta sjálfir, og því átti íbúarnir sig ekki á því hvað er á döfinni fyrr en skurðgröfur eru mættar á svæðið. Ég óttast að þetta sé rétt. Viðhorf ráðamanna hvort heldur hjá ríki eða borg eru oft þau að samráð og samtöl við borgaranna þvælist bara fyrir. Hörmungin, hraðbrautin, í Vatnsmýrinni er vont skipulag sem virðist eiga að versna. Skipulagið segir svo til um að við þennan hrylling eigi að bæta einu stykki bensínstöð mitt á milli Háskólans og Landspítalans. Sú bensínstöð á að svara eftirspurn þeirra sem selja bensín, ekki þeirra sem kaupa. Það verður nefnilega bara tíu mínútna gangur á milli bensínstöðva, hvort heldur er í austur eða vestur. Vegalengd sem engum er vorkunn að ganga þegar bíllinn verður bensínlaus við Njarðargötuna. En það er náttúrlega bara asnalegt að minnast á það. Það sem máli skiptir er að byggja á tónlistarhús þar sem Esso er núna með bensínstöð og auðvitað verða þeir að fá annan útsölustað í staðinn. Þeir sem eiga Esso hafa verið dyggir styrktaraðilar Framsóknarflokksins um árabil, tóku meira að segja lán til þess að flokkurinn hefði þak yfir höfuðið, það má ekki minna vera en sjá til þess að þeir geti haldið áfram að selja bensín í miðborginni. Náttúrlega bara einhvers konar öfund sem fær fólk til amast við tilhögun af þessu tagi. Í kjölfar eyjabyggðatrompsins komu alls konar hugmyndir; grafa göng eða byggja brú yfir á Álftanes og þaðan átti maður svo að vera kominn kviss bang til Keflavíkur held ég svei mér þá. Það er sannarlega ekki skortur á hugmyndum þegar hugmyndbankinn er opnaður. Áfram er samt flugvöllurinn í miðri borginni á besta byggingarlandinu, þó hryllingurinn í Vatnsmýrinni hafi auðvitað rýrt þann stað nokkuð, og enginn þorir að taka af skarið með að flýta því að hann verði fluttur. Það eru enn þá ellefu ár til 2016, ekki kæmi mér á óvart að á þeim tíma yrði búið að koma málum, eða öllu heldur vegalagningu þannig fyrir, að menn telji sig þá hafa rök fyrir því að það "borgi sig ekki" að hreyfa við afstyrminu. En skipulagsmálin hafa nú horfið í skuggann fyrir framboðsmálum. Allir, nema oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, eru voða æstir út í Össur af því hann segir upphátt að þeir sem ekki eru í flokki eigi kannski erindi að stjórn borgarinnar. Oddvitinn sem minnst var á er samt með á nótunum, Össur er skiljanlega fúll út í borgarstjórann, segir hann. Allt jafn uppbyggjandi, enginn getur haft skoðun nema að hún sé sprottin af eiginhagsmunum eða eiginergelsi. Ég er sammála Össuri Samfylkingin á að opna fyrir óflokksbundnum þegar kemur að því að setja saman lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Ef Framsóknarflokkurinn og Vinstri grænir ná ekki því sem þeir vilja út úr búskiptaumræðunni sem stendur yfir meðal flokkanna sem standa að R-listanum þá verður bara að hafa það og reyna eitthvað nýtt. Líklegast er þetta ekki bara góð hugmynd hjá Össuri heldur frábær. Við erum orðin dauðþreytt á ríkisstjórn sem setið hefur of lengi. Þeir sem stjórna borg geta líka verið of lengi. Þegar spurningarnar snúast um að setja upp safnráð til að tryggja flokkstryggum aðgang að listinni eða hverjir eiga að vera stjórnarformenn hjá Orkuveitunni og Strætó, þá er málið farið að snúast um frambjóðendurna en ekki fólkið. Þeir sem andæfa slíku við stjórn landsins eiga líka að andæfa slíku við stjórn sveitarfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun
Það fer ekki á milli mála að sveitastjórnarkosningar verða á næsta ári. Í höfuðborginni eru framkvæmdir úti um allt. Verið að laga götu hér og götu þar. Kannski væri heppilegt að kjósa oftar þá væri meira um uppbrettar ermar til að koma hlutunum í lag. Þá væri kannski líka meira um góðar hugmyndir og meira litið til þess hvað fólki finnst um eitt og annað. Ég hlustaði um daginn á samtalsþátt um skipulagsmál í Reykjavík. Þáttastjórnandi hafði orð á því að umræða um skipulagsmál væri óvenju fjörug um þessar mundir (Þetta var rétt eftir að Sjálfstæðismennirnir spiluðu út trompinu með eyjabyggðina). Einn þátttakenda sagði skýringuna á því einfalda. Almennt vilji þeir sem sitji við stjórnvölinn ekki ræða þessi mál við borgarana, þeir vilji ákveði þetta sjálfir, og því átti íbúarnir sig ekki á því hvað er á döfinni fyrr en skurðgröfur eru mættar á svæðið. Ég óttast að þetta sé rétt. Viðhorf ráðamanna hvort heldur hjá ríki eða borg eru oft þau að samráð og samtöl við borgaranna þvælist bara fyrir. Hörmungin, hraðbrautin, í Vatnsmýrinni er vont skipulag sem virðist eiga að versna. Skipulagið segir svo til um að við þennan hrylling eigi að bæta einu stykki bensínstöð mitt á milli Háskólans og Landspítalans. Sú bensínstöð á að svara eftirspurn þeirra sem selja bensín, ekki þeirra sem kaupa. Það verður nefnilega bara tíu mínútna gangur á milli bensínstöðva, hvort heldur er í austur eða vestur. Vegalengd sem engum er vorkunn að ganga þegar bíllinn verður bensínlaus við Njarðargötuna. En það er náttúrlega bara asnalegt að minnast á það. Það sem máli skiptir er að byggja á tónlistarhús þar sem Esso er núna með bensínstöð og auðvitað verða þeir að fá annan útsölustað í staðinn. Þeir sem eiga Esso hafa verið dyggir styrktaraðilar Framsóknarflokksins um árabil, tóku meira að segja lán til þess að flokkurinn hefði þak yfir höfuðið, það má ekki minna vera en sjá til þess að þeir geti haldið áfram að selja bensín í miðborginni. Náttúrlega bara einhvers konar öfund sem fær fólk til amast við tilhögun af þessu tagi. Í kjölfar eyjabyggðatrompsins komu alls konar hugmyndir; grafa göng eða byggja brú yfir á Álftanes og þaðan átti maður svo að vera kominn kviss bang til Keflavíkur held ég svei mér þá. Það er sannarlega ekki skortur á hugmyndum þegar hugmyndbankinn er opnaður. Áfram er samt flugvöllurinn í miðri borginni á besta byggingarlandinu, þó hryllingurinn í Vatnsmýrinni hafi auðvitað rýrt þann stað nokkuð, og enginn þorir að taka af skarið með að flýta því að hann verði fluttur. Það eru enn þá ellefu ár til 2016, ekki kæmi mér á óvart að á þeim tíma yrði búið að koma málum, eða öllu heldur vegalagningu þannig fyrir, að menn telji sig þá hafa rök fyrir því að það "borgi sig ekki" að hreyfa við afstyrminu. En skipulagsmálin hafa nú horfið í skuggann fyrir framboðsmálum. Allir, nema oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, eru voða æstir út í Össur af því hann segir upphátt að þeir sem ekki eru í flokki eigi kannski erindi að stjórn borgarinnar. Oddvitinn sem minnst var á er samt með á nótunum, Össur er skiljanlega fúll út í borgarstjórann, segir hann. Allt jafn uppbyggjandi, enginn getur haft skoðun nema að hún sé sprottin af eiginhagsmunum eða eiginergelsi. Ég er sammála Össuri Samfylkingin á að opna fyrir óflokksbundnum þegar kemur að því að setja saman lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Ef Framsóknarflokkurinn og Vinstri grænir ná ekki því sem þeir vilja út úr búskiptaumræðunni sem stendur yfir meðal flokkanna sem standa að R-listanum þá verður bara að hafa það og reyna eitthvað nýtt. Líklegast er þetta ekki bara góð hugmynd hjá Össuri heldur frábær. Við erum orðin dauðþreytt á ríkisstjórn sem setið hefur of lengi. Þeir sem stjórna borg geta líka verið of lengi. Þegar spurningarnar snúast um að setja upp safnráð til að tryggja flokkstryggum aðgang að listinni eða hverjir eiga að vera stjórnarformenn hjá Orkuveitunni og Strætó, þá er málið farið að snúast um frambjóðendurna en ekki fólkið. Þeir sem andæfa slíku við stjórn landsins eiga líka að andæfa slíku við stjórn sveitarfélagsins.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun