Erlent

Valdarán í Máritaníu

Herinn í Afríkuríkinu Máritaníu segist hafa steypt ríkisstjórn landsins af stóli og muni fara með stjórn þess næstu tvö árin. Maaouya Ould Sid´Ahmed Taya forseti hrifsaði völdin í Máritaníu í byltingu árið 1984 og síðan hefur ríkt hálfgerð ógnarstjórn í landinu. Máritanía er eitt af aðeins þrem ríkjum Arababandalagsins sem viðurkennir Ísrael. Máritanía er stórt land en strjálbýlt á norðvesturhorni Afríku. Þar er að finna mikla olíu í jörðu og undan ströndinni og er vonast til að hægt verði að byrja að nýta hana á næsta ári. Mauritanía er um ein milljón ferkílómetra að stærð eða tíu sinnum stærri en Ísland. Sahara-eyðimörkin nær langt inn í landið. Íbúar eru þrjár milljónir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×