Litið sé fram hjá heildarmyndinni 12. ágúst 2005 00:01 Breska blaðið The Guardian segir að í ákæru ríkissaksóknara á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og öðrum forstöðumönnum Baugs sé litið fram hjá heildarmyndinni. Hægt sé að gefa eðlilegar skýringar á því sem ákært er fyrir. The Guardian segir að fjörutíu ákæruatriðum í Baugsmálinu megi skipta í átta flokka. Nítján þeirra taka til samskipta Baugs og annarra fyrirtækja, aðallega Gaums, sem er fjölskyldufyrirtæki Jóhannesar Jónssonar og fjölskyldu hans. Þrjú ákæruatriði eru vegna lúxussnekkju í Flórída, þrjú vegna kaupa á 10/11-verslununum, tvö vegna viðskipta með hlutabréf í verslanakeðjunni Arkadia, sex vegna reikningshalds Baugs, fjögur vegna tollalagabrota sem eru ótengd Baugi og tvö vegna persónulegrar eyðslu Tryggva Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Baugs. Þá eru tvö ákæruatriði út af kreditnótum sem hafi verið notaðar til þess að ýkja tekjur Baugs um rífar eitt hundrað milljónir króna. The Guardian segir að blaðið hafið rannsakað pappírsslóðina í þessu máli. Því sýnist sem rannsakendurnir hafi litið fram hjá heildarmyndinni í hröðum vexti Baugs. Ákæruatriðin séu öll sett fram á besta lagamáli en orðalagið bendi til þess að lítið tillit hafi verið tekið til þess hraða sem einkenni alþjóðlega smásöluverslun í örum vexti. Blaðið segir að við lauslegan yfirlestur sýni ákæruskjalið dökka hlið á hinum ákærðu, sérstaklega Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Skjalið sé löðrandi í ásökunum um fjárdrátt, svik, trúnaðarbrot og fleira í þeim dúr. Hvert kæruatriði fyrir sig hljómi skuggalega og virðist gefa tilefni til alvarlegrar rannsóknar. Samt virðist sem í öllum kæruatriðinum sé horft fram hjá hinum efnahagslega raunveruleika og að hægt sé að gefa eðlilegar skýringar á því sem kært er fyrir. The Guardian segir enn fremur að Jón Ásgeir og félagar hans séu ítrekað sakaðir um að hafa hagnast persónulega á kostnað Baugs. Hver ásökun út af fyrir sig gefi dökka mynd af hegðun hinna ákærðu. Þegar viðskiptin séu skoðuð í heild sinni hverfi hins vegar grunsemdirnar. Baugsmálið Erlent Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Sjá meira
Breska blaðið The Guardian segir að í ákæru ríkissaksóknara á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og öðrum forstöðumönnum Baugs sé litið fram hjá heildarmyndinni. Hægt sé að gefa eðlilegar skýringar á því sem ákært er fyrir. The Guardian segir að fjörutíu ákæruatriðum í Baugsmálinu megi skipta í átta flokka. Nítján þeirra taka til samskipta Baugs og annarra fyrirtækja, aðallega Gaums, sem er fjölskyldufyrirtæki Jóhannesar Jónssonar og fjölskyldu hans. Þrjú ákæruatriði eru vegna lúxussnekkju í Flórída, þrjú vegna kaupa á 10/11-verslununum, tvö vegna viðskipta með hlutabréf í verslanakeðjunni Arkadia, sex vegna reikningshalds Baugs, fjögur vegna tollalagabrota sem eru ótengd Baugi og tvö vegna persónulegrar eyðslu Tryggva Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Baugs. Þá eru tvö ákæruatriði út af kreditnótum sem hafi verið notaðar til þess að ýkja tekjur Baugs um rífar eitt hundrað milljónir króna. The Guardian segir að blaðið hafið rannsakað pappírsslóðina í þessu máli. Því sýnist sem rannsakendurnir hafi litið fram hjá heildarmyndinni í hröðum vexti Baugs. Ákæruatriðin séu öll sett fram á besta lagamáli en orðalagið bendi til þess að lítið tillit hafi verið tekið til þess hraða sem einkenni alþjóðlega smásöluverslun í örum vexti. Blaðið segir að við lauslegan yfirlestur sýni ákæruskjalið dökka hlið á hinum ákærðu, sérstaklega Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Skjalið sé löðrandi í ásökunum um fjárdrátt, svik, trúnaðarbrot og fleira í þeim dúr. Hvert kæruatriði fyrir sig hljómi skuggalega og virðist gefa tilefni til alvarlegrar rannsóknar. Samt virðist sem í öllum kæruatriðinum sé horft fram hjá hinum efnahagslega raunveruleika og að hægt sé að gefa eðlilegar skýringar á því sem kært er fyrir. The Guardian segir enn fremur að Jón Ásgeir og félagar hans séu ítrekað sakaðir um að hafa hagnast persónulega á kostnað Baugs. Hver ásökun út af fyrir sig gefi dökka mynd af hegðun hinna ákærðu. Þegar viðskiptin séu skoðuð í heild sinni hverfi hins vegar grunsemdirnar.
Baugsmálið Erlent Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Sjá meira