Ákærurnar flóknar og efnismiklar 13. ágúst 2005 00:01 Ákærurnar í Baugsmálinu voru birtar í dag, mörgum vikum eftir að lofað hafði verið að láta fjölmiðlum þær í té. Lögmenn sem fréttastofa ræddi við vildu ekki leggja mat á málið út frá ákærunni einni og sögðu það bæði flókið og erfitt. Lögspekingar sem fréttastofa ræddi við í dag vildu ekki tjá sig um ákæruna og sögðu hana flókna og efnismikla. Þeir vildu heldur ekki leggja mat á hana án þess að sjá málsgögn sem lægju til grundvallar ákæruliðunum. Einhverjir undruðust hvernig til kom að Baugur lenti í þessari miklu rannsókn. Þar hafi lögfræðingi eins manns tekist að fá fram lögreglurannsókn sem varð til þess að fyrirtækið allt var skoðað gaumgæfilega. Aðrir sögðu það eðlilegt þar sem eitt atriði gæti oft leitt til þess að að fleiri kæmu í ljós. Umfjöllun um efnisatriði ákærurnar kom fyrst fram í breskum fjölmiðlum í gær og kom hún frá forsvarsmönnum Baugs. Síðan birtist ákæran með athugasemdum sakborninga í Fréttablaðinu í dag. Málið virðist því orðið að stríði bæði í réttarkerfinu og í fjölmiðlum. Engin viðbrögð hafa fengist frá embætti ríkislögreglustjóra en þess má vænta að frekari grein verði gerð fyrir ákærunum þegar þær verða þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn. Hugmyndir lögmanna um vörn í málinu snúast meðal annars um hvort um ásetning hafi verið að ræða þar sem fé hafi verið greitt til baka áður en til rannsóknar kom. Aðrir telja að verjendur Baugsmanna muni leggja á það þunga áherslu hvernig málið hafi komið til. Eins og áður hefur komið fram er ákæran í fjörtíu liðum sem skipt er niður í átta kafla. Þó vantar sjöunda kafla í ákæruna eins og hún kemur frá embætti ríkislögreglustjóra. Sex eru ákærðir, þau Jón Ásgeir Jóhannesson, Jóhannes Jónsson, Kristín Jóhannesdóttir, Tryggvi Jónsson, Stefán Hilmar Hilmarsson og Anna Þórðardóttir. Jóni Ásgeiri, Tryggva, Jóhannesi og Kristínu er gefið að sök fjárdráttur í nokkrum tilvikum og eru upphæðirnar frá nokkrum tugum þúsunda til milljóna. Meðal annars er að finna kærur á þá Jón Ásgeir og Tryggva fyrir að hafa dregið sér og öðrum fjörutíu milljónir króna vegna skemmtibátsins The Viking. Jón Ásgeir, Tryggvi og Jóhannes eru einnig sakaðir um umboðssvik með því að hafa misnotað aðstöðu sína hjá Baugi. Eru það ekki síst viðskipti í kringum kaupin á Vöruveltunni, sem rak 10-11 verslanirnar, sem farið er í saumana á. Jón Ásgeir er jafnframt sakaður um fjárdrátt í því máli. Fjölmörg brot á hlutafélagalögum eru nefnd til sögunnar og Jóni Ásgeiri og Tryggva er gefið að sök að hafa brotið almenn hegningarlög, lög um bókhald, lög um ársreikninga og lög um hlutafélög í mörgum tilvikum. Feðgarnir Jóhannes og Jón Ásgeir og svo Kristín eru ákærð fyrir tollsvik og rangfærslu skjala. Sakborningarnir neita allir sök. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Ákærurnar í Baugsmálinu voru birtar í dag, mörgum vikum eftir að lofað hafði verið að láta fjölmiðlum þær í té. Lögmenn sem fréttastofa ræddi við vildu ekki leggja mat á málið út frá ákærunni einni og sögðu það bæði flókið og erfitt. Lögspekingar sem fréttastofa ræddi við í dag vildu ekki tjá sig um ákæruna og sögðu hana flókna og efnismikla. Þeir vildu heldur ekki leggja mat á hana án þess að sjá málsgögn sem lægju til grundvallar ákæruliðunum. Einhverjir undruðust hvernig til kom að Baugur lenti í þessari miklu rannsókn. Þar hafi lögfræðingi eins manns tekist að fá fram lögreglurannsókn sem varð til þess að fyrirtækið allt var skoðað gaumgæfilega. Aðrir sögðu það eðlilegt þar sem eitt atriði gæti oft leitt til þess að að fleiri kæmu í ljós. Umfjöllun um efnisatriði ákærurnar kom fyrst fram í breskum fjölmiðlum í gær og kom hún frá forsvarsmönnum Baugs. Síðan birtist ákæran með athugasemdum sakborninga í Fréttablaðinu í dag. Málið virðist því orðið að stríði bæði í réttarkerfinu og í fjölmiðlum. Engin viðbrögð hafa fengist frá embætti ríkislögreglustjóra en þess má vænta að frekari grein verði gerð fyrir ákærunum þegar þær verða þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn. Hugmyndir lögmanna um vörn í málinu snúast meðal annars um hvort um ásetning hafi verið að ræða þar sem fé hafi verið greitt til baka áður en til rannsóknar kom. Aðrir telja að verjendur Baugsmanna muni leggja á það þunga áherslu hvernig málið hafi komið til. Eins og áður hefur komið fram er ákæran í fjörtíu liðum sem skipt er niður í átta kafla. Þó vantar sjöunda kafla í ákæruna eins og hún kemur frá embætti ríkislögreglustjóra. Sex eru ákærðir, þau Jón Ásgeir Jóhannesson, Jóhannes Jónsson, Kristín Jóhannesdóttir, Tryggvi Jónsson, Stefán Hilmar Hilmarsson og Anna Þórðardóttir. Jóni Ásgeiri, Tryggva, Jóhannesi og Kristínu er gefið að sök fjárdráttur í nokkrum tilvikum og eru upphæðirnar frá nokkrum tugum þúsunda til milljóna. Meðal annars er að finna kærur á þá Jón Ásgeir og Tryggva fyrir að hafa dregið sér og öðrum fjörutíu milljónir króna vegna skemmtibátsins The Viking. Jón Ásgeir, Tryggvi og Jóhannes eru einnig sakaðir um umboðssvik með því að hafa misnotað aðstöðu sína hjá Baugi. Eru það ekki síst viðskipti í kringum kaupin á Vöruveltunni, sem rak 10-11 verslanirnar, sem farið er í saumana á. Jón Ásgeir er jafnframt sakaður um fjárdrátt í því máli. Fjölmörg brot á hlutafélagalögum eru nefnd til sögunnar og Jóni Ásgeiri og Tryggva er gefið að sök að hafa brotið almenn hegningarlög, lög um bókhald, lög um ársreikninga og lög um hlutafélög í mörgum tilvikum. Feðgarnir Jóhannes og Jón Ásgeir og svo Kristín eru ákærð fyrir tollsvik og rangfærslu skjala. Sakborningarnir neita allir sök.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira