Fjörutíu milljónir í Baugs-snekkju 14. ágúst 2005 00:01 Í fyrsta ákærulið Ríkislögreglustjóra gegn forsvarsmönnum og endurskoðendum Baugs hf., er fyrrverandi forstjóra og aðstoðarforstjóra fyrirtækisins, þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni, gefið að sök að hafa dregið sér og öðrum rúmlega fjörutíu milljónir króna á tímabilinu 30. apríl 1999 til 11. júní 2002. Peningunum var samkvæmt ákærunni varið til að greiða af lánum, mæta rekstrarkostnaði og mæta öðrum tilfallandi kostnaði snekkjunnar Thee Viking sem var Baugi óviðkomandi samkvæmt ákærunni en sameiginleg fjárfesting feðganna Jóns Ásgeirs og Jóhannesar Jónssonar og fyrrum viðskiptafélaga þeirra, Jóns Geralds Sullenberger. Snekkjan var keypt í Miami í Flórida í Bandaríkjunum og var þar staðsett en skráð eign fyrirtækisins New Viking Inc. Það fyrirtækið er skráð í Delaware í Bandaríkjunum og eign Jóns Geralds. Þannig munu hinir ákærðu hafa látið Baug greiða þrjátíu og fjóra reikninga sem gefnir voru út af fyrirtækinu Nordica Inc. Er hinum ákærðu gefið að sök að hafa gefið fyrirmæli um að reikningarnir skyldu greiddir af Baugi hf. enda þótt fyrirtækið hafi ekki haft yfirráð í snekkjunni heldur hafi snekkjan verið einkaeign forsvarsmanna Baugs. Þá er systur Jóns Ásgeirs, Kristínu Jóhannesdóttur og Jóhannesi Jónssyni gefið að sök að hafa haft vitund um og veitt hinum ákærðu liðsinni við greiðslu reikninganna. Segja snekkjuna Jóns Geralds Í athugasemdum sakborninga við þessum lið ákærunnar sem birtist í Fréttablaðinu á laugardaginn, segir að þessi ákæruliður eigi ekki við rök að styðjast enda hafi snekkjan Thee Viking alla tíð verið einkaeign Jóns Geralds og forsvarsmönnum Baugs og fjölskyldufyrirtækisins Gaums óviðkomandi. Hvorki Jón Ásgeir né fjölskyldufyrirtæki Jóhannesar Jónssonar og barna hans, Gaumur, hafi eignast hlutdeild í snekkjunni heldur hafi Gaumur lánað umtalsverða fjármuni til Jóns Geralds og Nordica vegna kaupa og reksturs á Thee Viking. Greiðslurnar sem um ræðir og fóru milli Baugs og Nordica hafi verið mánaðarlegar greiðslur vegna ráðgjafar og annarrar þjónustu sem Jón Gerald hafi veitt Baugi við innkaup og merkingar á vörum. Þannig telja hinir ákærðu vandséð að sjá hvaða auðgunarbrot hafi átt sér stað. Segir í athugasemd sakborninganna að þar sem Ríkislögreglustjóri telji að um lögbrot hafi verið að ræða, hefði embættinu skilyrðislaust borið að ákæra Jón Gerald fyrir hlutdeild í þeim brotum sem um ræðir. Til framfærslu fjölskyldu Jóns Geralds Sakborningarnir segja í athugasemdum sínum að ástæða þess greiðslurnar voru inntar af hendi, var einkum sú að þær voru nauðsynlegar til framfærslu á fjölskyldu Jóns Geralds enda hafi taprekstur verið á vöruhúsi Jóns Geralds. Hafi þetta komið fram í gögnum og þar á meðal bankareikningum sem aflað hafi verið í tengslum við málarekstur í Bandaríkjunum og ýti undir þá staðreynd þegar litið er til þess hvernig þeim var varið. Er Jón Ásgeir sagður hafa gerð ítarlega grein fyrir þessum atriðum í bréfum til Ríkislögreglustjóra. Er einnig tekið fram að þeim Kristínu og Jóhannesi er gefið að sök hlutdeild í fjárdrætti en ekki fjárdráttur eins og fram kemur í ákærunni. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Í fyrsta ákærulið Ríkislögreglustjóra gegn forsvarsmönnum og endurskoðendum Baugs hf., er fyrrverandi forstjóra og aðstoðarforstjóra fyrirtækisins, þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tryggva Jónssyni, gefið að sök að hafa dregið sér og öðrum rúmlega fjörutíu milljónir króna á tímabilinu 30. apríl 1999 til 11. júní 2002. Peningunum var samkvæmt ákærunni varið til að greiða af lánum, mæta rekstrarkostnaði og mæta öðrum tilfallandi kostnaði snekkjunnar Thee Viking sem var Baugi óviðkomandi samkvæmt ákærunni en sameiginleg fjárfesting feðganna Jóns Ásgeirs og Jóhannesar Jónssonar og fyrrum viðskiptafélaga þeirra, Jóns Geralds Sullenberger. Snekkjan var keypt í Miami í Flórida í Bandaríkjunum og var þar staðsett en skráð eign fyrirtækisins New Viking Inc. Það fyrirtækið er skráð í Delaware í Bandaríkjunum og eign Jóns Geralds. Þannig munu hinir ákærðu hafa látið Baug greiða þrjátíu og fjóra reikninga sem gefnir voru út af fyrirtækinu Nordica Inc. Er hinum ákærðu gefið að sök að hafa gefið fyrirmæli um að reikningarnir skyldu greiddir af Baugi hf. enda þótt fyrirtækið hafi ekki haft yfirráð í snekkjunni heldur hafi snekkjan verið einkaeign forsvarsmanna Baugs. Þá er systur Jóns Ásgeirs, Kristínu Jóhannesdóttur og Jóhannesi Jónssyni gefið að sök að hafa haft vitund um og veitt hinum ákærðu liðsinni við greiðslu reikninganna. Segja snekkjuna Jóns Geralds Í athugasemdum sakborninga við þessum lið ákærunnar sem birtist í Fréttablaðinu á laugardaginn, segir að þessi ákæruliður eigi ekki við rök að styðjast enda hafi snekkjan Thee Viking alla tíð verið einkaeign Jóns Geralds og forsvarsmönnum Baugs og fjölskyldufyrirtækisins Gaums óviðkomandi. Hvorki Jón Ásgeir né fjölskyldufyrirtæki Jóhannesar Jónssonar og barna hans, Gaumur, hafi eignast hlutdeild í snekkjunni heldur hafi Gaumur lánað umtalsverða fjármuni til Jóns Geralds og Nordica vegna kaupa og reksturs á Thee Viking. Greiðslurnar sem um ræðir og fóru milli Baugs og Nordica hafi verið mánaðarlegar greiðslur vegna ráðgjafar og annarrar þjónustu sem Jón Gerald hafi veitt Baugi við innkaup og merkingar á vörum. Þannig telja hinir ákærðu vandséð að sjá hvaða auðgunarbrot hafi átt sér stað. Segir í athugasemd sakborninganna að þar sem Ríkislögreglustjóri telji að um lögbrot hafi verið að ræða, hefði embættinu skilyrðislaust borið að ákæra Jón Gerald fyrir hlutdeild í þeim brotum sem um ræðir. Til framfærslu fjölskyldu Jóns Geralds Sakborningarnir segja í athugasemdum sínum að ástæða þess greiðslurnar voru inntar af hendi, var einkum sú að þær voru nauðsynlegar til framfærslu á fjölskyldu Jóns Geralds enda hafi taprekstur verið á vöruhúsi Jóns Geralds. Hafi þetta komið fram í gögnum og þar á meðal bankareikningum sem aflað hafi verið í tengslum við málarekstur í Bandaríkjunum og ýti undir þá staðreynd þegar litið er til þess hvernig þeim var varið. Er Jón Ásgeir sagður hafa gerð ítarlega grein fyrir þessum atriðum í bréfum til Ríkislögreglustjóra. Er einnig tekið fram að þeim Kristínu og Jóhannesi er gefið að sök hlutdeild í fjárdrætti en ekki fjárdráttur eins og fram kemur í ákærunni.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira