Neitar aðkomu að Baugsmáli

Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari segir í yfirlýsingu sem birt er í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í dag að hann hafi ekki verið þátttakandi í samsæri um að koma á Baug tilefnislausum sökum. Hann hafi einungis unnið ósköp venjuleg lögmannsstörf fyrir Jón Gerald Sullenberger, en feðgarnir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson sögðu í Fréttablaðinu um helgina að Jón Steinar hefði átt beina aðild að því að farið var að rannsaka Baug.