Frábært fordæmi 16. ágúst 2005 00:01 "Þetta er frábært fordæmi hjá Húsasmiðjunni," segir Arna Jakobína Björnsdóttir formaður Kjalar stéttarfélags í almannaþjónustu um þá starfsmannastefnu Húsasmiðjunnar, að auglýsa eftir eldra fólki til starfa með reynslu úr hinum ýmsu geirum atvinnulífsins. Arna hefur átt sæti í tveimur ráðherranefndum sem fjallað hafa um starfsmál þessara aldurshópa á undanförnum árum. Önnur var á vegum félagsmálaráðherra og umfjöllunarefni hennar var staða miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði. Nefndin lagði fram tillögur um hvernig styrkja mætti stöðu þeirra og með hvaða hætti opinberir aðilar gætu brugðist við. "Nefndin... leggur til að stjórnvöld hefji nú þegar sérstakt fimm ára verkefni til að styrkja stöðu miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði," segir í niðurstöðu hennar. Enn fremur að málefnum þessa hóps verði sinnt sérstaklega á komandi árum. Verkefninu er sérstaklega ætlað að skapa jákvæða umræðu um miðaldra og eldra fólk á vinnumarkaði, bæta ímynd þess og skapa farveg fyrir nauðsynlega viðhorfsbreytingu á vinnumarkaði og í þjóðfélaginu í heild. Hin nefndin sem hugaði að sveigjanlegum starfslokum var á vegum forsætisráðherra. Hún leggur meðal annars til að breytingar verði gerðar á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða þannig að hægt sé að fresta töku lífeyris til allt að 72 ára aldurs án þess að ávinningur réttinda stöðvist. "Ég held að út úr þessu nefndastarfi þurfi fyrst og fremst að koma sveigjanleiki og að fólk njóti sannmælis um getu sína og stöðu," segir Arna Jakobína. "Það þýðir líka að hvetja þarf fólk til símenntunar og virkrar þátttöku í þeim breytingum sem verða á vinnumarkaðnum. Fyrir ellilífeyrisþega er gott að geta verið í hlutastarfi. Þá eru þeir þátttakendur í samfélaginu og miðla jafnframt af reynslu sinni til hinna sem yngri eru. En menn þurfa líka að víkja fyrir yngra fólki, því þetta þarf að vera þróun." Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Sjá meira
"Þetta er frábært fordæmi hjá Húsasmiðjunni," segir Arna Jakobína Björnsdóttir formaður Kjalar stéttarfélags í almannaþjónustu um þá starfsmannastefnu Húsasmiðjunnar, að auglýsa eftir eldra fólki til starfa með reynslu úr hinum ýmsu geirum atvinnulífsins. Arna hefur átt sæti í tveimur ráðherranefndum sem fjallað hafa um starfsmál þessara aldurshópa á undanförnum árum. Önnur var á vegum félagsmálaráðherra og umfjöllunarefni hennar var staða miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði. Nefndin lagði fram tillögur um hvernig styrkja mætti stöðu þeirra og með hvaða hætti opinberir aðilar gætu brugðist við. "Nefndin... leggur til að stjórnvöld hefji nú þegar sérstakt fimm ára verkefni til að styrkja stöðu miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði," segir í niðurstöðu hennar. Enn fremur að málefnum þessa hóps verði sinnt sérstaklega á komandi árum. Verkefninu er sérstaklega ætlað að skapa jákvæða umræðu um miðaldra og eldra fólk á vinnumarkaði, bæta ímynd þess og skapa farveg fyrir nauðsynlega viðhorfsbreytingu á vinnumarkaði og í þjóðfélaginu í heild. Hin nefndin sem hugaði að sveigjanlegum starfslokum var á vegum forsætisráðherra. Hún leggur meðal annars til að breytingar verði gerðar á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða þannig að hægt sé að fresta töku lífeyris til allt að 72 ára aldurs án þess að ávinningur réttinda stöðvist. "Ég held að út úr þessu nefndastarfi þurfi fyrst og fremst að koma sveigjanleiki og að fólk njóti sannmælis um getu sína og stöðu," segir Arna Jakobína. "Það þýðir líka að hvetja þarf fólk til símenntunar og virkrar þátttöku í þeim breytingum sem verða á vinnumarkaðnum. Fyrir ellilífeyrisþega er gott að geta verið í hlutastarfi. Þá eru þeir þátttakendur í samfélaginu og miðla jafnframt af reynslu sinni til hinna sem yngri eru. En menn þurfa líka að víkja fyrir yngra fólki, því þetta þarf að vera þróun."
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Sjá meira