Fáránlegar samsæriskenningar Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar 19. ágúst 2005 00:01 Hafskipsmálið fyrir tuttugu árum réttum sýndi, að menn eiga að bíða með að kveða upp úr sekt annarra, þangað til mál þeirra hafa verið rannsökuð, flutt og dæmd á eðlilegan hátt. Hafskipsmenn höfðu verið dæmdir, áður en mál þeirra kom fyrir dóm. Gunnar Smári Egilsson, sem þá starfaði á æsifréttablaðinu Helgarpóstinum, skrifaði hvatskeytlega um Hafskipsmálið, eins og hann hældi sér síðar af í bókinni Málsvörn mannorðsmorðingja. Ólafur Ragnar Grímsson, sem þá var varaþingmaður Alþýðubandalagsins, varpaði í sjónvarpi fram ásökunum um, að Hafskipsmenn hefðu stungið lánum frá Útvegsbankanum í eigin vasa. Það var því ekki að furða, að Jónatan Þórmundsson, sem tók að sér að vera saksóknari í málinu, legði nótt við dag að tína fram smáatriði, sem finna mætti að úr bókhaldi Hafskips. Þegar ég skrifaði vorið 1986 grein í tímaritið Stefni um það, að sennilega hefðu Hafskipsmenn verið óheppnir frekar en ógætnir, var ráðist harkalega á mig í forsíðufréttum í blöðum vinstri manna. En þótt eitthvað hefði eflaust mátt finna að rekstri Hafskips, voru auðvitað þrjár eðlilegar skýringar á skyndilegum fjárhagsvanda fyrirtækisins árið 1985, að skip höfðu snarfallið í verði á alþjóðlegum markaði, verkföll á Íslandi orðið því dýrkeypt og bandaríska varnarliðið ekki samið við það um flutninga. Hluthafar í Hafskip og viðskiptavinir báru síðan, að þeir hefðu ekkert haft undan því að kvarta, og dómstólar sýknuðu Hafskipsmenn af langflestum þeim atriðum, sem Jónatan Þórmundsson hafði tínt fram. Baugsmálið er ólíkt Hafskipsmálinu um tvennt. Í fyrsta lagi eru Baugsfeðgar ekki fórnarlömb erfiðra aðstæðna. Frá 1991 hefur setið stjórn, sem hefur verið mjög vinsamleg atvinnulífinu, lækkað skatta fyrirtækja og aukið svigrúm þeirra. Baugsfeðgar hafa einmitt á þessum tíma auðgast stórkostlega, eins og einkaþota þeirra, lystisnekkja og glæsibílar bera glöggan vott um. Í öðru lagi er tilefnið ólíkt. Hafskipsmálið hófst á því, að óánægðir starfsmenn laumuðu í Helgarpóstinn óþægilegum (og stundum villandi) upplýsingum um yfirmenn fyrirtækisins, jafnframt því sem stjórnmálamenn gripu tækifærið til að eggja yfirvöld áfram. Upphaf Baugsmálsins er hins vegar, að viðskiptafélagi Baugsfeðga í Bandaríkjunum, Jón Gerald Sullenberger, lagði fram gegn þeim kæru, sem lögreglan tók til rannsóknar, eins og henni er skylt að gera, en í rannsókninni kom ýmislegt annað í ljós, svo að forsvarsmenn Baugs sæta nú þungum opinberum ákærum. Mér dettur ekki í hug að láta í ljós neina skoðun á sekt eða sakleysi Baugsfeðga. Ég er enginn sjálfskipaður ákærandi eins og þeir Ólafur Ragnar Grímsson og Gunnar Smári Egilsson voru í Hafskipsmálinu og því síður skipaður og launaður saksóknari eins og Jónatan Þórmundsson var þá. Ég vona hins vegar, að þeir feðgar reynist saklausir af þessum ákærum, enda hafa þeir margt vel gert. Hinum fráleitu ásökunum þeirra feðga opinberlega á hendur Davíð Oddssyni um óeðlileg afskipti af Baugsmálinu verður hins vegar ekki látið ómótmælt. Það, sem hratt Baugsmálinu af stað, var, að Jón Gerald taldi sig eiga harma að hefna gagnvart Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Hvernig verður Davíð Oddssyni kennt um það? Jón Gerald valdi sér besta lögfræðing, sem hann taldi völ á. Sá lögfræðingur er vinur okkar Davíðs. En bera Davíð og aðrir vinir Jóns Steinars Gunnlaugssonar einhverja sérstaka ábyrgð á skjólstæðingum hans? Hvað þá um Jón Baldvin Hannibalsson, sem leitaði til Jóns Steinars um erfitt mál og vann það með aðstoð hans? Á þá ekki með sömu rökum að kenna Davíð um það? Þessar samsæriskenningar eru fáránlegar. Leiða á Baugsmálið til lykta fyrir dómstólum, en ekki með hrópum og köllum á torgum úti. Það er hins vegar fagnaðarefni, að þeir Gunnar Smári Egilsson og Jónatan Þórmundsson hafa bersýnilega lært það af Hafskipsmálinu, að menn eiga ekki að láta smáatriði um bókhald vefjast fyrir sér, heldur sýna fésýslumönnum skilning og mildi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun
Hafskipsmálið fyrir tuttugu árum réttum sýndi, að menn eiga að bíða með að kveða upp úr sekt annarra, þangað til mál þeirra hafa verið rannsökuð, flutt og dæmd á eðlilegan hátt. Hafskipsmenn höfðu verið dæmdir, áður en mál þeirra kom fyrir dóm. Gunnar Smári Egilsson, sem þá starfaði á æsifréttablaðinu Helgarpóstinum, skrifaði hvatskeytlega um Hafskipsmálið, eins og hann hældi sér síðar af í bókinni Málsvörn mannorðsmorðingja. Ólafur Ragnar Grímsson, sem þá var varaþingmaður Alþýðubandalagsins, varpaði í sjónvarpi fram ásökunum um, að Hafskipsmenn hefðu stungið lánum frá Útvegsbankanum í eigin vasa. Það var því ekki að furða, að Jónatan Þórmundsson, sem tók að sér að vera saksóknari í málinu, legði nótt við dag að tína fram smáatriði, sem finna mætti að úr bókhaldi Hafskips. Þegar ég skrifaði vorið 1986 grein í tímaritið Stefni um það, að sennilega hefðu Hafskipsmenn verið óheppnir frekar en ógætnir, var ráðist harkalega á mig í forsíðufréttum í blöðum vinstri manna. En þótt eitthvað hefði eflaust mátt finna að rekstri Hafskips, voru auðvitað þrjár eðlilegar skýringar á skyndilegum fjárhagsvanda fyrirtækisins árið 1985, að skip höfðu snarfallið í verði á alþjóðlegum markaði, verkföll á Íslandi orðið því dýrkeypt og bandaríska varnarliðið ekki samið við það um flutninga. Hluthafar í Hafskip og viðskiptavinir báru síðan, að þeir hefðu ekkert haft undan því að kvarta, og dómstólar sýknuðu Hafskipsmenn af langflestum þeim atriðum, sem Jónatan Þórmundsson hafði tínt fram. Baugsmálið er ólíkt Hafskipsmálinu um tvennt. Í fyrsta lagi eru Baugsfeðgar ekki fórnarlömb erfiðra aðstæðna. Frá 1991 hefur setið stjórn, sem hefur verið mjög vinsamleg atvinnulífinu, lækkað skatta fyrirtækja og aukið svigrúm þeirra. Baugsfeðgar hafa einmitt á þessum tíma auðgast stórkostlega, eins og einkaþota þeirra, lystisnekkja og glæsibílar bera glöggan vott um. Í öðru lagi er tilefnið ólíkt. Hafskipsmálið hófst á því, að óánægðir starfsmenn laumuðu í Helgarpóstinn óþægilegum (og stundum villandi) upplýsingum um yfirmenn fyrirtækisins, jafnframt því sem stjórnmálamenn gripu tækifærið til að eggja yfirvöld áfram. Upphaf Baugsmálsins er hins vegar, að viðskiptafélagi Baugsfeðga í Bandaríkjunum, Jón Gerald Sullenberger, lagði fram gegn þeim kæru, sem lögreglan tók til rannsóknar, eins og henni er skylt að gera, en í rannsókninni kom ýmislegt annað í ljós, svo að forsvarsmenn Baugs sæta nú þungum opinberum ákærum. Mér dettur ekki í hug að láta í ljós neina skoðun á sekt eða sakleysi Baugsfeðga. Ég er enginn sjálfskipaður ákærandi eins og þeir Ólafur Ragnar Grímsson og Gunnar Smári Egilsson voru í Hafskipsmálinu og því síður skipaður og launaður saksóknari eins og Jónatan Þórmundsson var þá. Ég vona hins vegar, að þeir feðgar reynist saklausir af þessum ákærum, enda hafa þeir margt vel gert. Hinum fráleitu ásökunum þeirra feðga opinberlega á hendur Davíð Oddssyni um óeðlileg afskipti af Baugsmálinu verður hins vegar ekki látið ómótmælt. Það, sem hratt Baugsmálinu af stað, var, að Jón Gerald taldi sig eiga harma að hefna gagnvart Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Hvernig verður Davíð Oddssyni kennt um það? Jón Gerald valdi sér besta lögfræðing, sem hann taldi völ á. Sá lögfræðingur er vinur okkar Davíðs. En bera Davíð og aðrir vinir Jóns Steinars Gunnlaugssonar einhverja sérstaka ábyrgð á skjólstæðingum hans? Hvað þá um Jón Baldvin Hannibalsson, sem leitaði til Jóns Steinars um erfitt mál og vann það með aðstoð hans? Á þá ekki með sömu rökum að kenna Davíð um það? Þessar samsæriskenningar eru fáránlegar. Leiða á Baugsmálið til lykta fyrir dómstólum, en ekki með hrópum og köllum á torgum úti. Það er hins vegar fagnaðarefni, að þeir Gunnar Smári Egilsson og Jónatan Þórmundsson hafa bersýnilega lært það af Hafskipsmálinu, að menn eiga ekki að láta smáatriði um bókhald vefjast fyrir sér, heldur sýna fésýslumönnum skilning og mildi.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun