101 Reykjavík Hallgrímur Helgason skrifar 22. ágúst 2005 00:01 Eftirfarandi texti eftir Hallgrím Helgason er formáli að ljósmyndabók eftir Friðþjóf Helgason sem er nýkomin út. Bókin nefnist 101 Reykjavík. Birt með góðfúslegu leyfi höfunda. --- --- --- 101 er Evrópa. Úthverfin eru Ameríka. Einhversstaðar þar á milli er Ísland. Við megum hrósa happi að miðborg Reykjavíkur hafi byggst upp fyrir seinna stríð, á þeim tímum þegar ennþá lifði í glæðum hefðar og “siðmenningar”. Þessi bæjarhluti, sem skipulagður var af Dönum og er eini hluti landsins sem hægt er að kalla borg, byggðist upp í sögulegu samhengi; afleiðing árþúsunda þróunar; glæsilegrar evrópskrar hefðar. Eftir stríð var sögunni kastað á glæ, Danir reknir heim og landinn tók til við að malbika leiðina upp í Árbæ og Breiðholt að hætti Kanans. Menn höfðu eignast bíla og langaði til að keyra sem lengsta leið í og úr vinnu. Skítt með strætó. Úthverfin voru hönnuð fyrir bíla. Og börn. Þessum tveimur fyrirbærum átti að líða vel í nýju hverfunum sem jafnframt voru hönnuð til að halda þeim vandlega aðskildum. Öllum öðrum mátti hinsvegar líða illa í úthverfunum og líður enn. Fólk gerir sér bara ekki grein fyrir því. Þunglyndi á Íslandi má að stórum hluta rekja til arkitektúrs og skipulags. Senn líður að því að fyrstu arkitektarnir verði dregnir fyrir dómstóla fyrir að hafa eyðilagt líf heilla kynslóða, líkt og tóbaksrisarnir vestra. Grafarvogurinn telur 25.000 manns en samt er hvergi að fá þar mannlegt samneyti, hvað þá bjór. Grafarvogsbúar hafa orðið að leita á náðir kirkjunnar. Þess vegna er Grafarvogskirkja vinsælasta kirkja landsins. Það er eftirtektarvert að allir arkitektar á Íslandi skuli búa í 101, eina borgarhverfi landsins sem þeir hönnuðu ekki sjálfir. Galdurinn við 101 er einfalt skipulag í bland við algert skipulagsleysi. Í rúðustrikuðu gatnakerfi fengu hundrað hústegundir að rísa. Hið fasíska Fossvogs-samræmi er hér víðsfjarri. Á hundrað fermetra bletti í hjarta borgarinnar má finna íbúðarhús, bókabúð, kaffhús, bar, apótek, fangelsi, hótel, skósmið og sparisjóð. Engum núlifandi arkitekti myndi detta í huga að blanda saman svo ólíkum rekstri. Samt er þetta það sem gerir miðborg Reykjavíkur skemmtilega. Ég hef gengið hundrað þúsund sinnum niður Laugaveginn og ég er enn að sjá hús sem ég hef aldrei séð áður. Ég hef hinsvegar aðeins fimm sinnum gengið Grensásveg og ég kann hann utanbókar. Við getum týnt okkur í 101. Þrátt fyrir sáraeinfalt gatnakerfið er þessi borgarhluti nægilega flókinn til þess að við fáum ekki leiða á honum. Að auki er það nábýlið sem heillar. Göturnar í 101 einum eru alvöru götur sem heita götur og stræti. Njálsgata, Bergstaðastræti, Grjótagata. Um göturnar aka bílar og við þær standa hús. Á gangstéttunum gengur fólk. Hér eru ekki fimmtíu metrar á milli húsa eins og lögbundið er í úthverfunum. Hér er ólögleg nálægð. Þægileg óreiða. Fólk sér inn til nágrannanna og niður á grillið í garðinum við hliðina. Maður hittir fólk úti á götu og býður góðan dag á meðan maðurinn á móti bakkar úr stæðinu og nikkar í gegnum bílrúðu. Og maður gengur út í búð. Þetta er það sem kallað er borgarlíf. Skemmtilegt lífsform sem er grundvöllur blómstrandi menningar. Það er erfitt að hugsa sér ljósmyndabók helgaða Háaleitishverfinu sem er bernskuhverfi mitt. Að minnsta kosti væri ekkert fólk á myndunum. Ég man allavega ekki til þess að hafa séð manneskju á gangi niður Háleitisbraut. Ljósmyndarinn þyrfti að hringja á nokkrum bjöllum til að fanga andlit á mynd. Sagt er að hverfi öðlist sál með aldrinum en hinsvegar virðist sú regla ekki gilda um “nýju hverfin” í Reykjavík. Í hvert skipti sem ég ek í gegnum mitt gamla hverfi hrópar sú staðreynd á mig að bernskublokkin mín er alveg nákvæmlega jafn sálarlaus í dag og hún var árið 1974. Líklega er það þess vegna sem ljósmyndararnir halda sig ennþá niðri í miðbæ. Listin varð til um leið og menn fóru að rotta sig saman innan borgarmúra. Nábýlið hafði hvetjandi áhrif. Menn skiptust á hugmyndum og fundu innblástur hver hjá öðrum. Og samkeppnin sá um restina. Borgin varð suðupottur sköpunar. Það er því engin tilviljun að allir listamenn landsins skuli búa í 101, nema þessir örfáu sem hafa fundið sér sinn Gljúfrastein utan höfuðborgarinnar. Í úthverfunum hefur aldrei orðið til neinskonar list. Engar skáldsögur hafa verið skrifaðar í einbýlishúsunum í Neðra Breiðholti og engin tónverk hafa verið samin í blokkunum í Engihjalla. Þetta er ekki hroki heldur staðreynd. Í 101 verður íslensk menning til. Hér er sál Íslands. Þetta vita úthverfabúarnir og þess vegna koma þeir alltaf niður í bæ þegar mikið liggur við. Þjakaðir af sálarleysi sinna kantsnyrtu hverfa láta þeir leigubíla keyra sig niður í bæ þar sem þeir sturta sálinni í sig þar til þeir eru farnir að syngja. Þá er þeim skutlað aftur heim í Flyðrusmárann og Lautarkimann. Miðborg Reykjavíkur hefur tekist að varðveita sjarma og þægindi þorpsins um leið og hún hefur opnast fyrir alþjóðlegum straumum. Hér sameinast kostir smæðar og stærðar. 101 er kosmópólitan þorp. Suðupottur hugmynda og sköpunar. Í stærri borgum situr hver listgrein á sínu kaffihúsi. Myndlistarmenn hitta aldrei leikhúsfólk og rithöfundar ekki tónlistarmenn. Hér eru allir á sama barnum. Út úr því kemur alltaf eitthvað skrýtið og skemmtilegt. Það er fallegt að ganga um göturnar á Skólavörðuholtinu og niður í Þingholtin á lygnu og góðu vorkvöldi. Að loknum vindum dags og vetrar hefur lífið öðlast visst jafnvægi og ró og maður nýtur þess að ganga framhjá görðum fullum af skrýtnum trjám og hrópandi krökkum, á ská yfir götuna framhjá svörtum ketti, undir bláum himni, og sjá unga stúlku hátt í glugga sem hallar þungu höfði yfir bók, en niðri á næsta horni heyrist leikið á píanó og gömul vinkona veifar þér út um gluggann á meðan hún leikur áfram með hinni hendinni, kafla úr gamalli etíðu, í sama vetfangi og ungur leikari brunar hjá á skondnu hjóli og hrópar hvellt til þín “hæ!” um leið og hann hverfur niður stíginn þar sem bifreið bíður fyrir utan hús og þú kannast við manninn undir stýrinu og veist hver mun koma niður tröppurnar von bráðar. Þú heilsar þeim báðum og heldur svo þinnar leiðar. Þegar þú gengur loks inn á barinn ertu í svo góðu skapi að þig langar til að kaupa tvo bjóra. Einn fyrir þig og annan fyrir borgina. Því þig langar til að skála við 101 Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Eftirfarandi texti eftir Hallgrím Helgason er formáli að ljósmyndabók eftir Friðþjóf Helgason sem er nýkomin út. Bókin nefnist 101 Reykjavík. Birt með góðfúslegu leyfi höfunda. --- --- --- 101 er Evrópa. Úthverfin eru Ameríka. Einhversstaðar þar á milli er Ísland. Við megum hrósa happi að miðborg Reykjavíkur hafi byggst upp fyrir seinna stríð, á þeim tímum þegar ennþá lifði í glæðum hefðar og “siðmenningar”. Þessi bæjarhluti, sem skipulagður var af Dönum og er eini hluti landsins sem hægt er að kalla borg, byggðist upp í sögulegu samhengi; afleiðing árþúsunda þróunar; glæsilegrar evrópskrar hefðar. Eftir stríð var sögunni kastað á glæ, Danir reknir heim og landinn tók til við að malbika leiðina upp í Árbæ og Breiðholt að hætti Kanans. Menn höfðu eignast bíla og langaði til að keyra sem lengsta leið í og úr vinnu. Skítt með strætó. Úthverfin voru hönnuð fyrir bíla. Og börn. Þessum tveimur fyrirbærum átti að líða vel í nýju hverfunum sem jafnframt voru hönnuð til að halda þeim vandlega aðskildum. Öllum öðrum mátti hinsvegar líða illa í úthverfunum og líður enn. Fólk gerir sér bara ekki grein fyrir því. Þunglyndi á Íslandi má að stórum hluta rekja til arkitektúrs og skipulags. Senn líður að því að fyrstu arkitektarnir verði dregnir fyrir dómstóla fyrir að hafa eyðilagt líf heilla kynslóða, líkt og tóbaksrisarnir vestra. Grafarvogurinn telur 25.000 manns en samt er hvergi að fá þar mannlegt samneyti, hvað þá bjór. Grafarvogsbúar hafa orðið að leita á náðir kirkjunnar. Þess vegna er Grafarvogskirkja vinsælasta kirkja landsins. Það er eftirtektarvert að allir arkitektar á Íslandi skuli búa í 101, eina borgarhverfi landsins sem þeir hönnuðu ekki sjálfir. Galdurinn við 101 er einfalt skipulag í bland við algert skipulagsleysi. Í rúðustrikuðu gatnakerfi fengu hundrað hústegundir að rísa. Hið fasíska Fossvogs-samræmi er hér víðsfjarri. Á hundrað fermetra bletti í hjarta borgarinnar má finna íbúðarhús, bókabúð, kaffhús, bar, apótek, fangelsi, hótel, skósmið og sparisjóð. Engum núlifandi arkitekti myndi detta í huga að blanda saman svo ólíkum rekstri. Samt er þetta það sem gerir miðborg Reykjavíkur skemmtilega. Ég hef gengið hundrað þúsund sinnum niður Laugaveginn og ég er enn að sjá hús sem ég hef aldrei séð áður. Ég hef hinsvegar aðeins fimm sinnum gengið Grensásveg og ég kann hann utanbókar. Við getum týnt okkur í 101. Þrátt fyrir sáraeinfalt gatnakerfið er þessi borgarhluti nægilega flókinn til þess að við fáum ekki leiða á honum. Að auki er það nábýlið sem heillar. Göturnar í 101 einum eru alvöru götur sem heita götur og stræti. Njálsgata, Bergstaðastræti, Grjótagata. Um göturnar aka bílar og við þær standa hús. Á gangstéttunum gengur fólk. Hér eru ekki fimmtíu metrar á milli húsa eins og lögbundið er í úthverfunum. Hér er ólögleg nálægð. Þægileg óreiða. Fólk sér inn til nágrannanna og niður á grillið í garðinum við hliðina. Maður hittir fólk úti á götu og býður góðan dag á meðan maðurinn á móti bakkar úr stæðinu og nikkar í gegnum bílrúðu. Og maður gengur út í búð. Þetta er það sem kallað er borgarlíf. Skemmtilegt lífsform sem er grundvöllur blómstrandi menningar. Það er erfitt að hugsa sér ljósmyndabók helgaða Háaleitishverfinu sem er bernskuhverfi mitt. Að minnsta kosti væri ekkert fólk á myndunum. Ég man allavega ekki til þess að hafa séð manneskju á gangi niður Háleitisbraut. Ljósmyndarinn þyrfti að hringja á nokkrum bjöllum til að fanga andlit á mynd. Sagt er að hverfi öðlist sál með aldrinum en hinsvegar virðist sú regla ekki gilda um “nýju hverfin” í Reykjavík. Í hvert skipti sem ég ek í gegnum mitt gamla hverfi hrópar sú staðreynd á mig að bernskublokkin mín er alveg nákvæmlega jafn sálarlaus í dag og hún var árið 1974. Líklega er það þess vegna sem ljósmyndararnir halda sig ennþá niðri í miðbæ. Listin varð til um leið og menn fóru að rotta sig saman innan borgarmúra. Nábýlið hafði hvetjandi áhrif. Menn skiptust á hugmyndum og fundu innblástur hver hjá öðrum. Og samkeppnin sá um restina. Borgin varð suðupottur sköpunar. Það er því engin tilviljun að allir listamenn landsins skuli búa í 101, nema þessir örfáu sem hafa fundið sér sinn Gljúfrastein utan höfuðborgarinnar. Í úthverfunum hefur aldrei orðið til neinskonar list. Engar skáldsögur hafa verið skrifaðar í einbýlishúsunum í Neðra Breiðholti og engin tónverk hafa verið samin í blokkunum í Engihjalla. Þetta er ekki hroki heldur staðreynd. Í 101 verður íslensk menning til. Hér er sál Íslands. Þetta vita úthverfabúarnir og þess vegna koma þeir alltaf niður í bæ þegar mikið liggur við. Þjakaðir af sálarleysi sinna kantsnyrtu hverfa láta þeir leigubíla keyra sig niður í bæ þar sem þeir sturta sálinni í sig þar til þeir eru farnir að syngja. Þá er þeim skutlað aftur heim í Flyðrusmárann og Lautarkimann. Miðborg Reykjavíkur hefur tekist að varðveita sjarma og þægindi þorpsins um leið og hún hefur opnast fyrir alþjóðlegum straumum. Hér sameinast kostir smæðar og stærðar. 101 er kosmópólitan þorp. Suðupottur hugmynda og sköpunar. Í stærri borgum situr hver listgrein á sínu kaffihúsi. Myndlistarmenn hitta aldrei leikhúsfólk og rithöfundar ekki tónlistarmenn. Hér eru allir á sama barnum. Út úr því kemur alltaf eitthvað skrýtið og skemmtilegt. Það er fallegt að ganga um göturnar á Skólavörðuholtinu og niður í Þingholtin á lygnu og góðu vorkvöldi. Að loknum vindum dags og vetrar hefur lífið öðlast visst jafnvægi og ró og maður nýtur þess að ganga framhjá görðum fullum af skrýtnum trjám og hrópandi krökkum, á ská yfir götuna framhjá svörtum ketti, undir bláum himni, og sjá unga stúlku hátt í glugga sem hallar þungu höfði yfir bók, en niðri á næsta horni heyrist leikið á píanó og gömul vinkona veifar þér út um gluggann á meðan hún leikur áfram með hinni hendinni, kafla úr gamalli etíðu, í sama vetfangi og ungur leikari brunar hjá á skondnu hjóli og hrópar hvellt til þín “hæ!” um leið og hann hverfur niður stíginn þar sem bifreið bíður fyrir utan hús og þú kannast við manninn undir stýrinu og veist hver mun koma niður tröppurnar von bráðar. Þú heilsar þeim báðum og heldur svo þinnar leiðar. Þegar þú gengur loks inn á barinn ertu í svo góðu skapi að þig langar til að kaupa tvo bjóra. Einn fyrir þig og annan fyrir borgina. Því þig langar til að skála við 101 Reykjavík.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun