Hagnaðartölur og íslensk hlutabréf 22. ágúst 2005 00:01 Vangaveltur um hagnaðartölur og íslensk hlutabréf Mikið er rætt um hagnaðartölur þessa dagana og keppast fréttamiðlarnir um skýra frá hverju metinu á fætur öðru í þeim efnum. Maður fyllist allur bjartsýni yfir lífinu og tilverunni og liggur við að manni hlaupi kapp í kinn og einhendi sér í einhvern rekstur til þess að missa ekki af velferðinni. En þar sem maður hefur örlítinn vott af skynsemi kemst maður ekki hjá því að velta fyrir sér hvað sé í gangi í þjóðfélagi okkar. Stöldrum aðeins við, eru allar hagnaðartölur sem við heyrum tilkomnar af raunverulegum auknum verðmætum? Þegar betur er að gáð má sjá að oftar en ekki byggist hagnaðurinn á óinnleystum gengishagnaði vegna kaupa fyrirtækja á hlutbréfum í öðrum félögum og svo aftur gríðarlegum væntingum til fyrirtækja. Það sér hver maður að þegar hagnaður byggir að miklu leyti á óinnleystum gengishagnaði fyrir ákveðið tímabil þá segir það ekkert um afkomu næstu mánaða á eftir. Eðlilegt væri að verðmæti viðkomandi félags myndi hækka í samræmi við hagnaðinn hverju sinni en oftar en ekki hækkar verðmæti viðkomandi félaga eins og um sé að ræða hagnað sem tilkominn er af reglubundinni starfsemi og sé því líklegur til að vera til framtíðar. Stór ástæða þess að fyrirtæki hagnast svo mjög af þessum gengishagnaði eru svo aftur hinar gríðarlegu væntingar til fyrirtækjana sem eru að margra mati orðnar óraunhæfar. Væntingarnar hífa upp gengi og gengishækkunin býr til hagnað, þannig er um keðjuverkun að ræða. Sem dæmi um þessar væntingar má nefna að markaðsvirði banka á Íslandi hefur hækkað um 160 milljarða á 12 mánuðum. Hvers vegna skyldi það vera? Jú af framangreindum ástæðum, væntingum og gengishagnaði að miklum hluta, en auðvitað má rekja einhvern hluta þess til aukinnar verðmætasköpunnar innan þeirra sem má meðal annars rekja til útrásar þeirra og innkomu á íbúðalánamarkaðinn. Greiningadeildir bankana hafa fjallað um óraunhæfar væntingar í greiningum sínum en yfirleitt er skrifað um slíkt á lítt áberandi hátt til að draga ekki úr væntingum markaðarins og þar með gengishagnaði og verðmætum þeirra sjálfra. Réttast væri að greiningadeildirnar orðuðu hlutina eins og þeir eru, þ.e. að menn skyldu ekki fjárfesta í íslenskum hlutabréfum á því verði sem þau kosta í dag og þeir sem eiga bréfin nú ættu að selja snögglega. Garungur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Vangaveltur um hagnaðartölur og íslensk hlutabréf Mikið er rætt um hagnaðartölur þessa dagana og keppast fréttamiðlarnir um skýra frá hverju metinu á fætur öðru í þeim efnum. Maður fyllist allur bjartsýni yfir lífinu og tilverunni og liggur við að manni hlaupi kapp í kinn og einhendi sér í einhvern rekstur til þess að missa ekki af velferðinni. En þar sem maður hefur örlítinn vott af skynsemi kemst maður ekki hjá því að velta fyrir sér hvað sé í gangi í þjóðfélagi okkar. Stöldrum aðeins við, eru allar hagnaðartölur sem við heyrum tilkomnar af raunverulegum auknum verðmætum? Þegar betur er að gáð má sjá að oftar en ekki byggist hagnaðurinn á óinnleystum gengishagnaði vegna kaupa fyrirtækja á hlutbréfum í öðrum félögum og svo aftur gríðarlegum væntingum til fyrirtækja. Það sér hver maður að þegar hagnaður byggir að miklu leyti á óinnleystum gengishagnaði fyrir ákveðið tímabil þá segir það ekkert um afkomu næstu mánaða á eftir. Eðlilegt væri að verðmæti viðkomandi félags myndi hækka í samræmi við hagnaðinn hverju sinni en oftar en ekki hækkar verðmæti viðkomandi félaga eins og um sé að ræða hagnað sem tilkominn er af reglubundinni starfsemi og sé því líklegur til að vera til framtíðar. Stór ástæða þess að fyrirtæki hagnast svo mjög af þessum gengishagnaði eru svo aftur hinar gríðarlegu væntingar til fyrirtækjana sem eru að margra mati orðnar óraunhæfar. Væntingarnar hífa upp gengi og gengishækkunin býr til hagnað, þannig er um keðjuverkun að ræða. Sem dæmi um þessar væntingar má nefna að markaðsvirði banka á Íslandi hefur hækkað um 160 milljarða á 12 mánuðum. Hvers vegna skyldi það vera? Jú af framangreindum ástæðum, væntingum og gengishagnaði að miklum hluta, en auðvitað má rekja einhvern hluta þess til aukinnar verðmætasköpunnar innan þeirra sem má meðal annars rekja til útrásar þeirra og innkomu á íbúðalánamarkaðinn. Greiningadeildir bankana hafa fjallað um óraunhæfar væntingar í greiningum sínum en yfirleitt er skrifað um slíkt á lítt áberandi hátt til að draga ekki úr væntingum markaðarins og þar með gengishagnaði og verðmætum þeirra sjálfra. Réttast væri að greiningadeildirnar orðuðu hlutina eins og þeir eru, þ.e. að menn skyldu ekki fjárfesta í íslenskum hlutabréfum á því verði sem þau kosta í dag og þeir sem eiga bréfin nú ættu að selja snögglega. Garungur
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar