Nema land á fíkniefnamarkaði hér 28. ágúst 2005 00:01 Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi segir tilraun Litháa til að smygla hingað til lands brennisteinssýru vísbendingu um að erlendir glæpamenn kunni að vera að reyna að flytja þekkingu sína hingað til lands. Sýran er meðal annars notuð til framleiðslu amfetamíns og amfetamínafbrigða á borð við e-töflur. "Einstaklingar hafa verið að gera þetta að eigin frumkvæði í heimahúsum, en nú er vöknuð spurning um hvort menn eru að flytja á skipulegan hátt inn til Íslands þekkingu sem þeir hafa þróað á sínum heimaslóðum," segir Þórarinn og bætir við að ýmislegt bendi til að erlendir glæpamenn renni hýru auga til fíkniefnamarkaðarins hér. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, segir lögreglu hafa undirbúið sig til að takast í auknum mæli á við skipulagða glæpastarfsemi og vísar til starfshópa á vegum lögreglu og tollgæslu sem farið hafi yfir löggjöf og skoðað hvar bæta mætti úr. Hann segir smygltilraun Litháans ekki eina og og sér kalla á breytt vinnubrögð, þó svo hún bendi vissulega til aðkomu alþjóðlegra glæpasamtaka. "Ég held að löggæslumenn séu almennt meðvitaðir um þessa þróun. Þessi erlendu burðardýr sem við höfum verið að glíma við um hartnær þriggja ára skeið voru kannski fyrsta vísbendingin sem við fengum um að þessir glæpahópar væru að skipuleggja sig betur," segir hann og bætir við að burðardýrin komi frá fjölda þjóðlanda. "Hins vegar má segja að þrátt fyrir að amfetamínframleiðsla hafi verið reynd hér, þá er þetta, eftir því sem ég best veit, í fyrsta skipti sem við höfum mjög sterka vísbendingu um að sú framleiðsla tengist erlendum aðilum." Þá segir hann að ekki þurfi að koma á óvart hvers lenskur maðurinn er. "Við vitum að Eystrasaltsríkin eru orðin einn stærsti framleiðandi e-taflna og amfetamíns í Evrópu." Jakob Kristinsson, dósent í eiturefnafræði við Háskóla Íslands, segir ekki hægt að finna út framleiðslustað amfetamíns með efnagreiningu. "En hins vegar er hægt að greina frá hvaða verksmiðju efnið kemur, en það segir ekkert til um í hvaða landi það er framleitt," segir hann. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi segir tilraun Litháa til að smygla hingað til lands brennisteinssýru vísbendingu um að erlendir glæpamenn kunni að vera að reyna að flytja þekkingu sína hingað til lands. Sýran er meðal annars notuð til framleiðslu amfetamíns og amfetamínafbrigða á borð við e-töflur. "Einstaklingar hafa verið að gera þetta að eigin frumkvæði í heimahúsum, en nú er vöknuð spurning um hvort menn eru að flytja á skipulegan hátt inn til Íslands þekkingu sem þeir hafa þróað á sínum heimaslóðum," segir Þórarinn og bætir við að ýmislegt bendi til að erlendir glæpamenn renni hýru auga til fíkniefnamarkaðarins hér. Jóhann R. Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, segir lögreglu hafa undirbúið sig til að takast í auknum mæli á við skipulagða glæpastarfsemi og vísar til starfshópa á vegum lögreglu og tollgæslu sem farið hafi yfir löggjöf og skoðað hvar bæta mætti úr. Hann segir smygltilraun Litháans ekki eina og og sér kalla á breytt vinnubrögð, þó svo hún bendi vissulega til aðkomu alþjóðlegra glæpasamtaka. "Ég held að löggæslumenn séu almennt meðvitaðir um þessa þróun. Þessi erlendu burðardýr sem við höfum verið að glíma við um hartnær þriggja ára skeið voru kannski fyrsta vísbendingin sem við fengum um að þessir glæpahópar væru að skipuleggja sig betur," segir hann og bætir við að burðardýrin komi frá fjölda þjóðlanda. "Hins vegar má segja að þrátt fyrir að amfetamínframleiðsla hafi verið reynd hér, þá er þetta, eftir því sem ég best veit, í fyrsta skipti sem við höfum mjög sterka vísbendingu um að sú framleiðsla tengist erlendum aðilum." Þá segir hann að ekki þurfi að koma á óvart hvers lenskur maðurinn er. "Við vitum að Eystrasaltsríkin eru orðin einn stærsti framleiðandi e-taflna og amfetamíns í Evrópu." Jakob Kristinsson, dósent í eiturefnafræði við Háskóla Íslands, segir ekki hægt að finna út framleiðslustað amfetamíns með efnagreiningu. "En hins vegar er hægt að greina frá hvaða verksmiðju efnið kemur, en það segir ekkert til um í hvaða landi það er framleitt," segir hann.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira