Raunir R-lista flokkanna 31. ágúst 2005 00:01 Sjálfstæðisflokkurinn hefur afgerandi forystu í Reykjavík samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins - án þess þó að hafa leiðtoga. Það er umhugsunarefni. Þetta er óvæntur viðsnúningur, en Sjálfstæðismenn í borginni mega þó eiga að það er loks lífsmark með þeim. Vinstri menn eru þreyttir - og þreyttir á sjálfum sér. Vinstri grænir kusu að splundra R-listanum, en eru nú komnir með heiftarlega bakþanka líkt og sést á pistlum eftir tvo foringja þeirra í Reykjavík. Ögmundur Jónasson stingur upp á því að vinstri flokkarnir ákveði fyrir kosningar að vinna saman eftir þær - myndi semsagt einhvers konar kosningabandalag. Katrín Jakobsdóttir talar um "samsteypustjórn fjölbreyttra afla sem hafa þó sýnt það í verki árum saman að þau geta velunnið saman". Er þetta ekki svolítið óskiljanlegt? Hví var þá ekki bara haldið áfram með R-listann ef hugmyndin er að sömu flokkar verði áfram í bandalagi? --- --- --- Vinstri grænir fengu ekki nema 9 prósent í skoðanakönnuninni svo það er ekki nema von að þeir séu áhyggjufullir. Allir R-listaflokkarnir biðu reyndar afhroð. Hvað sem Steinunn Valdís segir eru 27 prósent afspyrnu léleg útkoma fyrir Samfylkinguna. Miðað við síðustu þingkosningar yrði þaðtap upp á heil 8 prósentustig í höfuðborginni. --- --- --- Aldrei hefur maður haft jafnmikið á tilfinningunni að stríðið gegn fíkniefnum sé að tapast á Íslandi. Bærinn úir og grúir af fíkniefnaneytendum. SÁÁ segir að fíkniefnaneysla hafi aldrei verið meiri áÍslandi. Maður sem ég hitti um daginn og hefur nokkra innsýn inn í undirheimana tjáði mér að hér væri umtalsverð framleiðsla á amfetamíni. Af þeim sökum þyrfti ekki lengur að flytja inn svo mikið af þessu efni. Hann nefndi að það væru aðallega Austur-Evrópumenn sem stæðu fyrir framleiðslunni; þaðmun þurfa nokkra þekkingu á efnafræði til að framleiða brúklegt amfetamín. Nokkrum dögum síðar las ég að Austur-Evrópumaður hefði verið tekinn í tollinum með efni sem notuð eru til amfetamínframleiðslu. Heimildamaður minn í undirheimum var semsagt ekki að fara með neitt fleipur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Það er hægt Ragna Sigurðardóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun
Sjálfstæðisflokkurinn hefur afgerandi forystu í Reykjavík samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins - án þess þó að hafa leiðtoga. Það er umhugsunarefni. Þetta er óvæntur viðsnúningur, en Sjálfstæðismenn í borginni mega þó eiga að það er loks lífsmark með þeim. Vinstri menn eru þreyttir - og þreyttir á sjálfum sér. Vinstri grænir kusu að splundra R-listanum, en eru nú komnir með heiftarlega bakþanka líkt og sést á pistlum eftir tvo foringja þeirra í Reykjavík. Ögmundur Jónasson stingur upp á því að vinstri flokkarnir ákveði fyrir kosningar að vinna saman eftir þær - myndi semsagt einhvers konar kosningabandalag. Katrín Jakobsdóttir talar um "samsteypustjórn fjölbreyttra afla sem hafa þó sýnt það í verki árum saman að þau geta velunnið saman". Er þetta ekki svolítið óskiljanlegt? Hví var þá ekki bara haldið áfram með R-listann ef hugmyndin er að sömu flokkar verði áfram í bandalagi? --- --- --- Vinstri grænir fengu ekki nema 9 prósent í skoðanakönnuninni svo það er ekki nema von að þeir séu áhyggjufullir. Allir R-listaflokkarnir biðu reyndar afhroð. Hvað sem Steinunn Valdís segir eru 27 prósent afspyrnu léleg útkoma fyrir Samfylkinguna. Miðað við síðustu þingkosningar yrði þaðtap upp á heil 8 prósentustig í höfuðborginni. --- --- --- Aldrei hefur maður haft jafnmikið á tilfinningunni að stríðið gegn fíkniefnum sé að tapast á Íslandi. Bærinn úir og grúir af fíkniefnaneytendum. SÁÁ segir að fíkniefnaneysla hafi aldrei verið meiri áÍslandi. Maður sem ég hitti um daginn og hefur nokkra innsýn inn í undirheimana tjáði mér að hér væri umtalsverð framleiðsla á amfetamíni. Af þeim sökum þyrfti ekki lengur að flytja inn svo mikið af þessu efni. Hann nefndi að það væru aðallega Austur-Evrópumenn sem stæðu fyrir framleiðslunni; þaðmun þurfa nokkra þekkingu á efnafræði til að framleiða brúklegt amfetamín. Nokkrum dögum síðar las ég að Austur-Evrópumaður hefði verið tekinn í tollinum með efni sem notuð eru til amfetamínframleiðslu. Heimildamaður minn í undirheimum var semsagt ekki að fara með neitt fleipur.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Aukin tækifæri verslunarfólks til framtíðar Anna Bragadóttir, Gunnur Líf Gunnarsdóttir og Svava Þorsteinsdóttir Skoðun