Raunir R-lista flokkanna 31. ágúst 2005 00:01 Sjálfstæðisflokkurinn hefur afgerandi forystu í Reykjavík samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins - án þess þó að hafa leiðtoga. Það er umhugsunarefni. Þetta er óvæntur viðsnúningur, en Sjálfstæðismenn í borginni mega þó eiga að það er loks lífsmark með þeim. Vinstri menn eru þreyttir - og þreyttir á sjálfum sér. Vinstri grænir kusu að splundra R-listanum, en eru nú komnir með heiftarlega bakþanka líkt og sést á pistlum eftir tvo foringja þeirra í Reykjavík. Ögmundur Jónasson stingur upp á því að vinstri flokkarnir ákveði fyrir kosningar að vinna saman eftir þær - myndi semsagt einhvers konar kosningabandalag. Katrín Jakobsdóttir talar um "samsteypustjórn fjölbreyttra afla sem hafa þó sýnt það í verki árum saman að þau geta velunnið saman". Er þetta ekki svolítið óskiljanlegt? Hví var þá ekki bara haldið áfram með R-listann ef hugmyndin er að sömu flokkar verði áfram í bandalagi? --- --- --- Vinstri grænir fengu ekki nema 9 prósent í skoðanakönnuninni svo það er ekki nema von að þeir séu áhyggjufullir. Allir R-listaflokkarnir biðu reyndar afhroð. Hvað sem Steinunn Valdís segir eru 27 prósent afspyrnu léleg útkoma fyrir Samfylkinguna. Miðað við síðustu þingkosningar yrði þaðtap upp á heil 8 prósentustig í höfuðborginni. --- --- --- Aldrei hefur maður haft jafnmikið á tilfinningunni að stríðið gegn fíkniefnum sé að tapast á Íslandi. Bærinn úir og grúir af fíkniefnaneytendum. SÁÁ segir að fíkniefnaneysla hafi aldrei verið meiri áÍslandi. Maður sem ég hitti um daginn og hefur nokkra innsýn inn í undirheimana tjáði mér að hér væri umtalsverð framleiðsla á amfetamíni. Af þeim sökum þyrfti ekki lengur að flytja inn svo mikið af þessu efni. Hann nefndi að það væru aðallega Austur-Evrópumenn sem stæðu fyrir framleiðslunni; þaðmun þurfa nokkra þekkingu á efnafræði til að framleiða brúklegt amfetamín. Nokkrum dögum síðar las ég að Austur-Evrópumaður hefði verið tekinn í tollinum með efni sem notuð eru til amfetamínframleiðslu. Heimildamaður minn í undirheimum var semsagt ekki að fara með neitt fleipur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Sjálfstæðisflokkurinn hefur afgerandi forystu í Reykjavík samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins - án þess þó að hafa leiðtoga. Það er umhugsunarefni. Þetta er óvæntur viðsnúningur, en Sjálfstæðismenn í borginni mega þó eiga að það er loks lífsmark með þeim. Vinstri menn eru þreyttir - og þreyttir á sjálfum sér. Vinstri grænir kusu að splundra R-listanum, en eru nú komnir með heiftarlega bakþanka líkt og sést á pistlum eftir tvo foringja þeirra í Reykjavík. Ögmundur Jónasson stingur upp á því að vinstri flokkarnir ákveði fyrir kosningar að vinna saman eftir þær - myndi semsagt einhvers konar kosningabandalag. Katrín Jakobsdóttir talar um "samsteypustjórn fjölbreyttra afla sem hafa þó sýnt það í verki árum saman að þau geta velunnið saman". Er þetta ekki svolítið óskiljanlegt? Hví var þá ekki bara haldið áfram með R-listann ef hugmyndin er að sömu flokkar verði áfram í bandalagi? --- --- --- Vinstri grænir fengu ekki nema 9 prósent í skoðanakönnuninni svo það er ekki nema von að þeir séu áhyggjufullir. Allir R-listaflokkarnir biðu reyndar afhroð. Hvað sem Steinunn Valdís segir eru 27 prósent afspyrnu léleg útkoma fyrir Samfylkinguna. Miðað við síðustu þingkosningar yrði þaðtap upp á heil 8 prósentustig í höfuðborginni. --- --- --- Aldrei hefur maður haft jafnmikið á tilfinningunni að stríðið gegn fíkniefnum sé að tapast á Íslandi. Bærinn úir og grúir af fíkniefnaneytendum. SÁÁ segir að fíkniefnaneysla hafi aldrei verið meiri áÍslandi. Maður sem ég hitti um daginn og hefur nokkra innsýn inn í undirheimana tjáði mér að hér væri umtalsverð framleiðsla á amfetamíni. Af þeim sökum þyrfti ekki lengur að flytja inn svo mikið af þessu efni. Hann nefndi að það væru aðallega Austur-Evrópumenn sem stæðu fyrir framleiðslunni; þaðmun þurfa nokkra þekkingu á efnafræði til að framleiða brúklegt amfetamín. Nokkrum dögum síðar las ég að Austur-Evrópumaður hefði verið tekinn í tollinum með efni sem notuð eru til amfetamínframleiðslu. Heimildamaður minn í undirheimum var semsagt ekki að fara með neitt fleipur.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun