Erlent

Svartur blettur á ferli Powells

Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist líða hryllilega yfir því að hafa fært fölsk rök fyrir öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í aðdraganda innrásarinnar í Írak. Í viðtali við Barböru Walters á sjónvarpsstöðinni ABC í gærkvöldi sagði Powell það ævarandi svartan blett á ferli sínum að hafa fullyrt að Írakar byggju yfir gereyðingarvopnum sem svo hafi engin verið. Hann vill þó ekki kenna fyrrverandi yfirmanni leyniþjónustunnar um heldur segir lægra setta menn innan hennar hafa komið óheiðarlega fram.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×