Baugsákærur standi allar 13. september 2005 00:01 Jón H. Snorrason saksóknari hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra krafðist þess í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að ákærur í Baugsmálinu yrðu allar látnar standa. Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar forstjóra Baugs taldi efni til að vísa málinu frá dómi í heild sinni. Dómendur vöktu athygli saksóknara á því bréflega í lok ágúst, að slíkir annmarkar væru á lýsingu brota í átján ákæruliðum af fjörutíu að tæplega yrði úr því bætt í málarekstrinum. Því væri ekki unnt að kveða upp dóm um ákærurnar átján, sem einkum varða fjárdrátt og umboðssvik. Í bréfinu var málsaðilum gefið svigrúm til að tjá sig um málið í réttinum. Jón H. Snorrason saksóknari vísaði í máli sínu til eldri dóma en þar væru dæmi um sakfellingu í fjárdráttarmálum á grundvelli verknaðarlýsinga sem krafist sé og væru sambærilegar þeim sem fram koma í Baugsmálinu. Jón H. Snorrason sagði að loknu þinghaldinu í gær að hann væri ekki fyllilega viss um hverju dómararnir sæktust eftir með bréflegum athugasemdum sínum. "Svona bréf er ekki skrifað nema dómendur séu búnir að komast að niðurstöðu," sagði Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannssonar að loknu þinghaldinu í gær. "Bersýnilega telja þeir að annmarkar séu á ákærunum sem gerir það að verkum að ekki sé hægt að dæma efnislega í málinu. Og það sé heldur ekki hægt að lagfæra ákæruna eftir þeim reglum sem um það gilda." Gestur bendi á að síðasta skýrslutaka á þriggja ára ferli málsins hefði verið degi áður en ákærur voru gefnar út í sumar og ákæruvaldið hefði varla haft ráðrúm til að íhuga jafnt atriði sem lúta að sekt eða sýknu í anda laga um meðferð opinberra mála. "Það væri mjög sérkennileg niðurstaða miðað við sjálfstæði dómstóla og hlutleysi gagnvart sakborningum ef ákæra, sem ekki gæti leitt til sakfellis, fengi breytingu samkvæmd ábendingu frá dómara í þá veru að hún gæti leitt til sakfellingar," sagði Gestur ennfremur. Verjendur lögðu fram gögn um sakarkostnað í héraðsdómi í gær en dómendur þurfa að taka afstöðu til hans fari svo að málinu ljúki með frávísun. Sakarkostnaður í máli Jóns Ásgeirs nemur liðlega nítján milljónum króna en um fimm milljónum króna fyrir Jóhannes Jónsson. Baugsmálið Innlent Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira
Jón H. Snorrason saksóknari hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra krafðist þess í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að ákærur í Baugsmálinu yrðu allar látnar standa. Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar forstjóra Baugs taldi efni til að vísa málinu frá dómi í heild sinni. Dómendur vöktu athygli saksóknara á því bréflega í lok ágúst, að slíkir annmarkar væru á lýsingu brota í átján ákæruliðum af fjörutíu að tæplega yrði úr því bætt í málarekstrinum. Því væri ekki unnt að kveða upp dóm um ákærurnar átján, sem einkum varða fjárdrátt og umboðssvik. Í bréfinu var málsaðilum gefið svigrúm til að tjá sig um málið í réttinum. Jón H. Snorrason saksóknari vísaði í máli sínu til eldri dóma en þar væru dæmi um sakfellingu í fjárdráttarmálum á grundvelli verknaðarlýsinga sem krafist sé og væru sambærilegar þeim sem fram koma í Baugsmálinu. Jón H. Snorrason sagði að loknu þinghaldinu í gær að hann væri ekki fyllilega viss um hverju dómararnir sæktust eftir með bréflegum athugasemdum sínum. "Svona bréf er ekki skrifað nema dómendur séu búnir að komast að niðurstöðu," sagði Gestur Jónsson verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannssonar að loknu þinghaldinu í gær. "Bersýnilega telja þeir að annmarkar séu á ákærunum sem gerir það að verkum að ekki sé hægt að dæma efnislega í málinu. Og það sé heldur ekki hægt að lagfæra ákæruna eftir þeim reglum sem um það gilda." Gestur bendi á að síðasta skýrslutaka á þriggja ára ferli málsins hefði verið degi áður en ákærur voru gefnar út í sumar og ákæruvaldið hefði varla haft ráðrúm til að íhuga jafnt atriði sem lúta að sekt eða sýknu í anda laga um meðferð opinberra mála. "Það væri mjög sérkennileg niðurstaða miðað við sjálfstæði dómstóla og hlutleysi gagnvart sakborningum ef ákæra, sem ekki gæti leitt til sakfellis, fengi breytingu samkvæmd ábendingu frá dómara í þá veru að hún gæti leitt til sakfellingar," sagði Gestur ennfremur. Verjendur lögðu fram gögn um sakarkostnað í héraðsdómi í gær en dómendur þurfa að taka afstöðu til hans fari svo að málinu ljúki með frávísun. Sakarkostnaður í máli Jóns Ásgeirs nemur liðlega nítján milljónum króna en um fimm milljónum króna fyrir Jóhannes Jónsson.
Baugsmálið Innlent Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Sjá meira