Erlent

Mikil spenna í Þýskalandi

Þingkosningarnar í Þýskalandi á sunnudaginn verða æsispennandi ef marka má nýjar skoðanakannanir. Flokkur Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands, virðist aðeins vera að dala að nýju eftir að hafa bætt verulega við sig í kjölfar sjónvarpskappræðna kanslaraefnanna tveggja fyrir rúmri viku. Flokkur hans mælist með um þriðjung atkvæða og nær vart hreinum meirihluta þó að hann myndi bandalag með græningjum og vinstri mönnum. Að sama skapi virðast kristilegir demókratar, undir stjórn Angelu Merkels, aftur vera að sækja í sig veðrið og bandalag stjórnarandstöðuflokkanna mælist nú með um fjörutíu og níu prósenta fylgi. Nái þeir hreinum meirihluta verður mynduð ný ríkisstjórn í Þýskalandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×