Innlent

Sjálfstæðisflokkurinn fengi 53,9%

52 prósent Sjálfstæðismanna í Reykjavík vilja sjá Gísla Martein Baldursson skipa fyrsta sæti á lista flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum og 48 prósent Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson. Þetta er niðurstaða könnunar sem Gallup gerði fyrir einkafyrirtæki og birt er í Morgunblaðinu. Dæmið snýst hins vegar við þegar borgarbúar úr öllum flokkum voru spurðir. Þá völdu rúmlega 57 prósent Vilhjálm og tæp 43 prósent Gísla Martein. Spurt var horn þessara tveggja fólk veldi ef valið stæði aðeins á milli þeirra tveggja. Fylgi flokkanna var einnig kannað og mældist það 26,3 prósent hjá Samfylkingunni, 53,9 hjá Sjálfstæðisflokknum, 11,5 hjá Vinstri - grænum, þrjú prósent hjá Frjálslyndum og 2,3 prósent sögðust myndu kjósa Framsóknarflokkinn. Rúmlega 1100 manns voru spurðir og var svarhlutfall um 50 prósent. Tekið er fram að vikmörk könnunarinnar séu tæp fimm prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×