Hæstiréttur getur ógilt úrskurðinn 20. september 2005 00:01 Úrskurði Héraðsdóms verður vísað til Hæstaréttar á næstunni. Ýmsar spurningar vakna við það. Getur Hæstiréttur til dæmis ógilt úrskurð Héraðsdóms og skyldað hann til að taka ákærurnar fyrir eins og þær eru? Og ef Hæstiréttur hins vegar staðfestir úrskurðinn, getur ákæruvaldið þá útbúið nýjar ákærur og byrjað allt ferlið upp á nýtt? Lítum á möguleikana í stöðunni. Hæstiréttur tekur málið fyrir, ógildir úrskurðinn og vísar málinu heim í hérað á ný. Þá þarf Héraðsdómur að taka málið fyrir aftur og dæma í því, með ákærunum óbreyttum, þrátt fyrir að hafa komist að þeirri niðurstöðu í dag að málið sé ekki dómtækt. Þeim úrskurði Héraðsdóms yrði væntanlega áfrýjað til Hæstaréttar, hver svo sem hann yrði. Ef hins vegar Hæstiréttur staðfestir úrskurðinn, og samþykkir þannig að málinu skuli vísað frá, þarf það ekki að þýða að því sé lokið. Ákæruvaldið hefur sagt að þá verði hægt að útbúa nýjar ákærur í málinu og hefja málarekstur að nýju. Því eru verjendur reyndar ekki alveg sammála. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir þá líta svo á að það séu verulegar takmarkanir á því vegna lagareglna sem um það gildi, t.a.m. reglur um meðferð opinberra mála og framhaldsákærur og annað slíkt sem takmarki mjög slíkar heimildir. Og jafnvel þótt ekki yrði ákært að nýju er ljóst að einhver eftirmál yrðu því Baugur hefur fyrir löngu boðað skaðabótamál á hendur ríkinu. Í morgun sögðu verjendur sakborninganna allir sem einn að úrskurður Héraðsdóms hefði ekki komið þeim á óvart, það hefði verið ljóst í hvað stefndi. Eins sagðist Jón H.B. Snorrason hafa verið búinn undir þessa niðurstöðu. En ef þetta kemur ekki nokkrum manni á óvart, er þá ástæða til að ætla að Hæstiréttur komist að annarri niðurstöðu? Jakob Möller, verjandi Trggva Jónssonar, svarar því til að það reyni á ákvæði í lögum um meðferð opinberra mála sem ekki hafi reynt á á þennan hátt áður. Hæstiréttur hafi í rauninni síðasta orðið um allt, en ekki síst réttarfarsatriði. Og þá er enn ósvarað þeirri spurningu hvaða Hæstaréttardómarar teljist hæfir til að dæma í málinu og hverjir ekki. Það verður sjálfsagt skoðað í kjölinn á næstunni. Eitt af því fáa sem virðist augljóst er að Baugsmálum er hvergi nærri lokið. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Úrskurði Héraðsdóms verður vísað til Hæstaréttar á næstunni. Ýmsar spurningar vakna við það. Getur Hæstiréttur til dæmis ógilt úrskurð Héraðsdóms og skyldað hann til að taka ákærurnar fyrir eins og þær eru? Og ef Hæstiréttur hins vegar staðfestir úrskurðinn, getur ákæruvaldið þá útbúið nýjar ákærur og byrjað allt ferlið upp á nýtt? Lítum á möguleikana í stöðunni. Hæstiréttur tekur málið fyrir, ógildir úrskurðinn og vísar málinu heim í hérað á ný. Þá þarf Héraðsdómur að taka málið fyrir aftur og dæma í því, með ákærunum óbreyttum, þrátt fyrir að hafa komist að þeirri niðurstöðu í dag að málið sé ekki dómtækt. Þeim úrskurði Héraðsdóms yrði væntanlega áfrýjað til Hæstaréttar, hver svo sem hann yrði. Ef hins vegar Hæstiréttur staðfestir úrskurðinn, og samþykkir þannig að málinu skuli vísað frá, þarf það ekki að þýða að því sé lokið. Ákæruvaldið hefur sagt að þá verði hægt að útbúa nýjar ákærur í málinu og hefja málarekstur að nýju. Því eru verjendur reyndar ekki alveg sammála. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir þá líta svo á að það séu verulegar takmarkanir á því vegna lagareglna sem um það gildi, t.a.m. reglur um meðferð opinberra mála og framhaldsákærur og annað slíkt sem takmarki mjög slíkar heimildir. Og jafnvel þótt ekki yrði ákært að nýju er ljóst að einhver eftirmál yrðu því Baugur hefur fyrir löngu boðað skaðabótamál á hendur ríkinu. Í morgun sögðu verjendur sakborninganna allir sem einn að úrskurður Héraðsdóms hefði ekki komið þeim á óvart, það hefði verið ljóst í hvað stefndi. Eins sagðist Jón H.B. Snorrason hafa verið búinn undir þessa niðurstöðu. En ef þetta kemur ekki nokkrum manni á óvart, er þá ástæða til að ætla að Hæstiréttur komist að annarri niðurstöðu? Jakob Möller, verjandi Trggva Jónssonar, svarar því til að það reyni á ákvæði í lögum um meðferð opinberra mála sem ekki hafi reynt á á þennan hátt áður. Hæstiréttur hafi í rauninni síðasta orðið um allt, en ekki síst réttarfarsatriði. Og þá er enn ósvarað þeirri spurningu hvaða Hæstaréttardómarar teljist hæfir til að dæma í málinu og hverjir ekki. Það verður sjálfsagt skoðað í kjölinn á næstunni. Eitt af því fáa sem virðist augljóst er að Baugsmálum er hvergi nærri lokið.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira