Baugsmálinu gerð skil erlendis 20. september 2005 00:01 Helstu fjölmiðlar Bretlands og Danmerkur gerðu Baugsmálinu skil í dag. Flestir fjalla þeir um fjárhagslegt tjón Baugs af völdum lögreglurannsóknarinnar. Undirbúningur Baugs að málsókn á hendur íslenska ríkinu er enn á byrjunarstigi. Skömmu eftir að Héraðsdómur hafði komist að niðurstöðu í morgun birti fréttaveita Reuters fréttina sem áríðandi frétt og í kjölfarið komu fréttir af málinu á heimasíður helstu fjölmiðla Bretlands og Danmerkur. BBC, Forbes og Times gerðu kostnað fyrirtækisins vegna rannsóknarinnar að umfjöllunarefni. Baugur hefði dregið verulega saman seglin eftir að rannsóknin fór af stað og ekki síst eftir að ákærur birtust í málinu. Var sérstaklega fjallað um kaup Baugs á Sommerfield-verslanakeðjunni sem fóru út um þúfur. Allt frá því ákærurnar voru fyrst birtar hafa flest erlendir fjölmiðlar tekið upp hanskann fyrir sakborningana. Talað hefur verið um óvild einstakra stjórnmálamanna og gert lítið úr ákæruliðum. Íslandi er líkt við Rússland og mikið gert úr fjárhagslegu tjóni Baugs Í sumar sagðist stjórn Baugs ætla að krefja íslenska ríkið um skaðabætur vegna fjárhagslegs tjóns af völdum rannsóknarinnar. Það stendur og ljóst er að ekki verður um neina smáaura að ræða. Lögfræðistofan Logos mun sjá um málið fyrir hönd Baugs. Þar á bæ segja menn að málið sé enn á undirbúningsstigi og ekki enn hægt að segja til um hve háa upphæð verður farið fram á. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væri alveg klárt að Baugur myndi krefjast skaðabóta, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Standi dómur Héraðsdóms er ljóst að íslenska ríkið þarf að borga málsvarnarlaun upp á 21,5 milljónir króna og þrettán milljónir í annan sakarkostnað. Ofan á það bætist svo kostnaðurinn við rannsóknina sjálfa, sem hefur staðið í þrjú ár. Hann liggur ekki fyrir og í samtali við fréttastofu í dag sagðist Jón H. B. Snorrason ekki með neinu móti geta sagt til um kostnaðinn. Yrði ríkið svo dæmt til að greiða Baugi skaðabætur myndu aðrir kostnaðarliðir væntanlega blikkna, því sjálfur hefur Jón Ásgeir Jóhannesson sagt að Baugur hafi orðið af milljarðaviðskptum vegna málsins. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Helstu fjölmiðlar Bretlands og Danmerkur gerðu Baugsmálinu skil í dag. Flestir fjalla þeir um fjárhagslegt tjón Baugs af völdum lögreglurannsóknarinnar. Undirbúningur Baugs að málsókn á hendur íslenska ríkinu er enn á byrjunarstigi. Skömmu eftir að Héraðsdómur hafði komist að niðurstöðu í morgun birti fréttaveita Reuters fréttina sem áríðandi frétt og í kjölfarið komu fréttir af málinu á heimasíður helstu fjölmiðla Bretlands og Danmerkur. BBC, Forbes og Times gerðu kostnað fyrirtækisins vegna rannsóknarinnar að umfjöllunarefni. Baugur hefði dregið verulega saman seglin eftir að rannsóknin fór af stað og ekki síst eftir að ákærur birtust í málinu. Var sérstaklega fjallað um kaup Baugs á Sommerfield-verslanakeðjunni sem fóru út um þúfur. Allt frá því ákærurnar voru fyrst birtar hafa flest erlendir fjölmiðlar tekið upp hanskann fyrir sakborningana. Talað hefur verið um óvild einstakra stjórnmálamanna og gert lítið úr ákæruliðum. Íslandi er líkt við Rússland og mikið gert úr fjárhagslegu tjóni Baugs Í sumar sagðist stjórn Baugs ætla að krefja íslenska ríkið um skaðabætur vegna fjárhagslegs tjóns af völdum rannsóknarinnar. Það stendur og ljóst er að ekki verður um neina smáaura að ræða. Lögfræðistofan Logos mun sjá um málið fyrir hönd Baugs. Þar á bæ segja menn að málið sé enn á undirbúningsstigi og ekki enn hægt að segja til um hve háa upphæð verður farið fram á. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væri alveg klárt að Baugur myndi krefjast skaðabóta, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Standi dómur Héraðsdóms er ljóst að íslenska ríkið þarf að borga málsvarnarlaun upp á 21,5 milljónir króna og þrettán milljónir í annan sakarkostnað. Ofan á það bætist svo kostnaðurinn við rannsóknina sjálfa, sem hefur staðið í þrjú ár. Hann liggur ekki fyrir og í samtali við fréttastofu í dag sagðist Jón H. B. Snorrason ekki með neinu móti geta sagt til um kostnaðinn. Yrði ríkið svo dæmt til að greiða Baugi skaðabætur myndu aðrir kostnaðarliðir væntanlega blikkna, því sjálfur hefur Jón Ásgeir Jóhannesson sagt að Baugur hafi orðið af milljarðaviðskptum vegna málsins.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent