Saksóknari dragi sig í hlé 20. september 2005 00:01 "Ég er yfir mig hamingjusamur og þetta kom mér ekki á óvart eftir það sem á undan var gengið," segir Jóhannes Jónsson í Bónus um vísun allra ákæranna 40 í Baugsmálinu frá dómi. Jóhannes segir dapurlegt að það skuli vera hægt að umgangast fólk með þeim hætti sem ákæruvaldið hafi gert á undanförnum þremur árum. "Ég held að saksóknari ætti að draga sig í hlé frekar en að áfrýja. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur styður aðeins það sem ég hef áður sagt: Þetta er allt saman apaspil. Nú skilst mér að saksóknari ætli að halda málinu áfram. Hversu lengi er hægt að hoppa á fólki spyr ég. Það er búið að gera það í þrjú ár fyrir 200 til 300 milljónir króna af almannafé. Saksóknari lætur sem þetta sé í lagi og jafnvel ákveðinn sigur þótt málið reynist ónothæft. Þegar skynsemin fær að ráða ferðinni sjá menn að málatilbúnaðurinn er tóm þvæla." Jóhannes kveðst viss um að málið sé sprottið af óvild og með ólíkindum hvað fólk geti þurft að þola við slíkar aðstæður. "Ef óvlildin er sprottin frá réttum stöðum virðist allt vera hægt. Þessi niðurstaða styður það sem ég hef áður sagt um ofsóknir. Jóhannes hefur gefið til kynna að hann muni krefjast skaðabóta vegna þess tjóns sem málareksturinn hefur valdið Baugi. Hann segir ekki tímabært að ræða slíkt þar sem málið eigi eftir að fara fyrir hæstarétt. "Við þurfum að á átta okkur á því hvort þeir ætla að valda okkur meira tjóni en orðið er áður en við setjum fram kröfur um skaðabætur. Við getum ekki sett fram bótakröfur fyrr en við sjáum hver tjónið verður þegar upp er staðið," segir Jóhannes. Baugsmálið Innlent Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
"Ég er yfir mig hamingjusamur og þetta kom mér ekki á óvart eftir það sem á undan var gengið," segir Jóhannes Jónsson í Bónus um vísun allra ákæranna 40 í Baugsmálinu frá dómi. Jóhannes segir dapurlegt að það skuli vera hægt að umgangast fólk með þeim hætti sem ákæruvaldið hafi gert á undanförnum þremur árum. "Ég held að saksóknari ætti að draga sig í hlé frekar en að áfrýja. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur styður aðeins það sem ég hef áður sagt: Þetta er allt saman apaspil. Nú skilst mér að saksóknari ætli að halda málinu áfram. Hversu lengi er hægt að hoppa á fólki spyr ég. Það er búið að gera það í þrjú ár fyrir 200 til 300 milljónir króna af almannafé. Saksóknari lætur sem þetta sé í lagi og jafnvel ákveðinn sigur þótt málið reynist ónothæft. Þegar skynsemin fær að ráða ferðinni sjá menn að málatilbúnaðurinn er tóm þvæla." Jóhannes kveðst viss um að málið sé sprottið af óvild og með ólíkindum hvað fólk geti þurft að þola við slíkar aðstæður. "Ef óvlildin er sprottin frá réttum stöðum virðist allt vera hægt. Þessi niðurstaða styður það sem ég hef áður sagt um ofsóknir. Jóhannes hefur gefið til kynna að hann muni krefjast skaðabóta vegna þess tjóns sem málareksturinn hefur valdið Baugi. Hann segir ekki tímabært að ræða slíkt þar sem málið eigi eftir að fara fyrir hæstarétt. "Við þurfum að á átta okkur á því hvort þeir ætla að valda okkur meira tjóni en orðið er áður en við setjum fram kröfur um skaðabætur. Við getum ekki sett fram bótakröfur fyrr en við sjáum hver tjónið verður þegar upp er staðið," segir Jóhannes.
Baugsmálið Innlent Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira