Innlent

Deildu um jafnræði kynja í styttum

Meirihluti og minnihluti í borgarstjórn Reykjavíkur tókust á um jafnræði kynjanna í styttum Reykjavíkur á fundi sínum í gær í kjölfar tillögu Kjartans Magnússonar sjálfstæðismanns um að reisa styttu af Tómasi Guðmundssyni borgarskáldi í miðbænum. R-lista menn bentu á að mun fleiri styttur væru af körlum en konum í borginni og lögðu ajálfstæðismenn þá til að styttum af konum yrði fjölgað ef það mætti þá verða til þess að koma Tómasi líka á stall. Samkomulag náðist um að vísa málinu til menningar- og ferðamálanefndar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×