Innlent

Vill ræða um uppsagnir á Blönduósi

Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri - grænna, fór í dag fram á það við Sturlu Böðvarsson, fyrsta þingmann Norðvesturkjördæmis og samgönguráðherra, að hann kalli þingmenn kjördæmisins saman til fundar. Ástæðan er lokun starfstöðvar Símans og uppsagnir þriggja starfsmanna þeim samfara á Blönduósi sem kynntar voru starfsmönnunum í gær. Jón sagði í samtali við fréttastofu Bylgjunnar að yfirburðastaða Símans á markaði, sérstaklega á landsbyggðinni, gerði það að verkum að fyrirtækið væri nú að höggva stórt skarð í atvinnulíf Blönduósbúa sem risti dýpra en þau þrjú störf sem í húfi eru. Nauðsynlegt sé að fá úr skorið hvort þingmenn geti beitt sér gegn lokuninni og hvort tryggja megi nærþjónustu og öryggi í fjarskiptamálum á svæðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×