Fráleitar ásakanir um dylgjur 22. september 2005 00:01 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir ásakanir starfsmanna efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, dómsmálaráðherra og fleiri um dylgjur af sinni hálfu séu fráleitar. "Starfsmennirnir ættu að finna þessum ásökunum sínum stað áður en þeir setja svona fram. Og dómsmálaráðherra sakar mig ávallt um dylgjur til að varpa rýrð á minn málflutning. Það er fráleitt að ásaka þann um dylgjur sem talar einmitt skýrt um það ástand sem forysta Sjálfstæðisflokksins hefur átt þátt í að skapa á undanförnum árum." Ingibjörg Sólrún segir að í Borganesræðunni forðum hafi hún meðal annars fjallað um að í landinu væru einstaklingar og fyrirtæki dregin í dilka. "Það hefur komið mjög á daginn að sú er raunin. Í máli olíufélaganna gekk hvorki né rak að fá ríkislögreglustjóra til að rannsaka það mál. Hann taldi sig þurfa sérstaka aukafjárveitingu til þess að geta tekið við því. Forsætisráðherra sagði að það borgaði sig ekki að sekta þessi fyrirtæki því það færi bara út í verðlagið. Í Baugsmálinu er engu til sparað í rannsóknarvinnu. Forsætisráðherrann fyrrverandi hélt því meðal annars fram meðan á þeirri rannsókn stóð að stjórnendur fyrirtækisins hefðu reynt að múta sér.Hann dró upp mynd af þeim sem algerum skúrkum. Fjölmiðlamálið er líka gott dæmi um andrúmsloft sem var skapað." Ingibjrög segir ljóst að Baugsmálið hafi farið af stað þegar komið var með sérstök sakarefni til ríkislögreglustjóra en hún hafi ekki forsendur til að meta þau sakarefni. "Það er sérkennileg afneitun hjá ríkislögreglustjóraembættinu ef það kannast ekki við að málið hafi komið fram í sérstöku andrúmslofti. Og einmitt vegna þess að málið kemur fram og er rannsakað við þessar aðstæður er enn mikilvægara en ella að þeir sem fara með rannsóknar- og ákæruvaldið vandi sig sérstaklega við meðferð þess. Það eitt að málinu skuli vísað frá í héraðsdómi segir mér að það hafi ekki verið staðið nógu vel að málatilbúnaði. Við hljótum að gera þá kröfu til lögreglunnar þegar hún er með mál til rannsóknar í þrjú ár, sem þegar hefur skaðað marga einstaklinga og orðstír margra íslenskra fyrirtækja erlendis, að hún umgangist málið af mikilli varúð." Baugsmálið Innlent Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir ásakanir starfsmanna efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, dómsmálaráðherra og fleiri um dylgjur af sinni hálfu séu fráleitar. "Starfsmennirnir ættu að finna þessum ásökunum sínum stað áður en þeir setja svona fram. Og dómsmálaráðherra sakar mig ávallt um dylgjur til að varpa rýrð á minn málflutning. Það er fráleitt að ásaka þann um dylgjur sem talar einmitt skýrt um það ástand sem forysta Sjálfstæðisflokksins hefur átt þátt í að skapa á undanförnum árum." Ingibjörg Sólrún segir að í Borganesræðunni forðum hafi hún meðal annars fjallað um að í landinu væru einstaklingar og fyrirtæki dregin í dilka. "Það hefur komið mjög á daginn að sú er raunin. Í máli olíufélaganna gekk hvorki né rak að fá ríkislögreglustjóra til að rannsaka það mál. Hann taldi sig þurfa sérstaka aukafjárveitingu til þess að geta tekið við því. Forsætisráðherra sagði að það borgaði sig ekki að sekta þessi fyrirtæki því það færi bara út í verðlagið. Í Baugsmálinu er engu til sparað í rannsóknarvinnu. Forsætisráðherrann fyrrverandi hélt því meðal annars fram meðan á þeirri rannsókn stóð að stjórnendur fyrirtækisins hefðu reynt að múta sér.Hann dró upp mynd af þeim sem algerum skúrkum. Fjölmiðlamálið er líka gott dæmi um andrúmsloft sem var skapað." Ingibjrög segir ljóst að Baugsmálið hafi farið af stað þegar komið var með sérstök sakarefni til ríkislögreglustjóra en hún hafi ekki forsendur til að meta þau sakarefni. "Það er sérkennileg afneitun hjá ríkislögreglustjóraembættinu ef það kannast ekki við að málið hafi komið fram í sérstöku andrúmslofti. Og einmitt vegna þess að málið kemur fram og er rannsakað við þessar aðstæður er enn mikilvægara en ella að þeir sem fara með rannsóknar- og ákæruvaldið vandi sig sérstaklega við meðferð þess. Það eitt að málinu skuli vísað frá í héraðsdómi segir mér að það hafi ekki verið staðið nógu vel að málatilbúnaði. Við hljótum að gera þá kröfu til lögreglunnar þegar hún er með mál til rannsóknar í þrjú ár, sem þegar hefur skaðað marga einstaklinga og orðstír margra íslenskra fyrirtækja erlendis, að hún umgangist málið af mikilli varúð."
Baugsmálið Innlent Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira