Tryggjum umferðaröryggi um Óshlíð 23. september 2005 00:01 Það er undarlegt hvernig stjórnmálamenn ákveða stundum fjárframlög til framkvæmda í almannaþágu. Stundum er eins og þröng kjördæmasjónarmið ráði þar í einu og öllu og bæði stjórn og stjórnarandstaða fallast í faðma í einstökum málum. Í öðrum málum er eins og þeir sem fara með framkvæmda- og fjárveitingavaldið muni hreinlega ekki eftir því hvar skórinn kreppir eða þá að þeir halda að málin verði þeim ekki til framdráttar á vettvangi stjórnmálanna. Undanfarna daga hafa fjölmiðlar ítrekað skýrt frá hættulegu grjóthruni í Óshlíð á veginn milli Hnífsdals og Bolungarvíkur. Það er mikil mildi að þarna skuli ekki hafa orðið fleiri stórslys á undanförnum árum en raun ber vitni. Þetta vandamál er ekkert nýtt af nálinni, því auk þess sem þarna hefur oft hrunið úr veggstálinu hafa oft fallið snjóflóð á veginn um Óshlíð. Í Fréttablaðinu í gær var rætt við nokkra Bolvíkinga um ástandið og þar kom fram að aðeins jarðgöng muni leysa þetta vandamál til framtíðar. Jafnframt kom fram að menn virtust ekki á einu máli um hvar göngin ættu að vera, en nokkrir staðir kæmu til greina í þeim efnum. Bolvíkingar og aðrir sem hlut eiga að máli mega auðvitað ekki láta karp um legu ganganna á frumstigi tefja undirbúning og framkvæmdir, þar hljóta að koma til fagleg og fjárhagsleg sjónarmið þeirra sem stjórna vegamálum. Kostnaður er mismunandi mikill eftir því hvaða leið verður valin, en svo virðist við fyrstu sýn sem hann sé langt frá því að vera óyfirstíganlegur, miðað við margar aðrar framkvæmdir sem eru í gangi í þjóðfélaginu. Vöxtunum af innstæðu íslenska ríkisins í Seðlabankanum vegna Símapeningina væri vel varið í þessa framkvæmd, og hefja þarf undirbúning að henni sem allra fyrst. Talið er að 600 til 700 bílar fari um Óshlíð á hverjum degi miðað við eðlilegar aðstæður. Í skyndikönnun sem gerð var meðal vegfarenda sem fóru um veginn einn dag fyrir rúmu ári sagðist einn þrijði aðspurðra vera óöruggur við akstur um veginn, en tveir þriðju að þeir væru öruggir, eins og það var orðað í niðurstöðum könnunarinnar. Á undanförnum árum hafa verið gerðar ýmiss konar endurbætur á veginum um Óshlíð, svo sem með uppsetningu öryggisgirðinga og vegskálum. Það er eins og menn hafi ekki haft dug í sér til að stíga skrefið til fulls með því að þrýsta á um jarðgöng, svo eftir yrði tekið. Nú er það svo að úr Bolungarvík koma tveir öflugir þingmenn úr stjórn og stjórnarandstöðu, auk þess sem Óshlíðin er nú í kjördæmi sjálfs samgönguráðherrans. Í næstu viku er von á stefnumörkun yfirvalda í þessu máli og það er vonandi að þar verði teknar skynsanlegar ákvarðanir og þær verði ekki látnar bíða von úr viti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Það er undarlegt hvernig stjórnmálamenn ákveða stundum fjárframlög til framkvæmda í almannaþágu. Stundum er eins og þröng kjördæmasjónarmið ráði þar í einu og öllu og bæði stjórn og stjórnarandstaða fallast í faðma í einstökum málum. Í öðrum málum er eins og þeir sem fara með framkvæmda- og fjárveitingavaldið muni hreinlega ekki eftir því hvar skórinn kreppir eða þá að þeir halda að málin verði þeim ekki til framdráttar á vettvangi stjórnmálanna. Undanfarna daga hafa fjölmiðlar ítrekað skýrt frá hættulegu grjóthruni í Óshlíð á veginn milli Hnífsdals og Bolungarvíkur. Það er mikil mildi að þarna skuli ekki hafa orðið fleiri stórslys á undanförnum árum en raun ber vitni. Þetta vandamál er ekkert nýtt af nálinni, því auk þess sem þarna hefur oft hrunið úr veggstálinu hafa oft fallið snjóflóð á veginn um Óshlíð. Í Fréttablaðinu í gær var rætt við nokkra Bolvíkinga um ástandið og þar kom fram að aðeins jarðgöng muni leysa þetta vandamál til framtíðar. Jafnframt kom fram að menn virtust ekki á einu máli um hvar göngin ættu að vera, en nokkrir staðir kæmu til greina í þeim efnum. Bolvíkingar og aðrir sem hlut eiga að máli mega auðvitað ekki láta karp um legu ganganna á frumstigi tefja undirbúning og framkvæmdir, þar hljóta að koma til fagleg og fjárhagsleg sjónarmið þeirra sem stjórna vegamálum. Kostnaður er mismunandi mikill eftir því hvaða leið verður valin, en svo virðist við fyrstu sýn sem hann sé langt frá því að vera óyfirstíganlegur, miðað við margar aðrar framkvæmdir sem eru í gangi í þjóðfélaginu. Vöxtunum af innstæðu íslenska ríkisins í Seðlabankanum vegna Símapeningina væri vel varið í þessa framkvæmd, og hefja þarf undirbúning að henni sem allra fyrst. Talið er að 600 til 700 bílar fari um Óshlíð á hverjum degi miðað við eðlilegar aðstæður. Í skyndikönnun sem gerð var meðal vegfarenda sem fóru um veginn einn dag fyrir rúmu ári sagðist einn þrijði aðspurðra vera óöruggur við akstur um veginn, en tveir þriðju að þeir væru öruggir, eins og það var orðað í niðurstöðum könnunarinnar. Á undanförnum árum hafa verið gerðar ýmiss konar endurbætur á veginum um Óshlíð, svo sem með uppsetningu öryggisgirðinga og vegskálum. Það er eins og menn hafi ekki haft dug í sér til að stíga skrefið til fulls með því að þrýsta á um jarðgöng, svo eftir yrði tekið. Nú er það svo að úr Bolungarvík koma tveir öflugir þingmenn úr stjórn og stjórnarandstöðu, auk þess sem Óshlíðin er nú í kjördæmi sjálfs samgönguráðherrans. Í næstu viku er von á stefnumörkun yfirvalda í þessu máli og það er vonandi að þar verði teknar skynsanlegar ákvarðanir og þær verði ekki látnar bíða von úr viti.
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun