Sendu Baugsgögn til skattsins 24. september 2005 00:01 Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Jónína Benediktsdóttir komu sér saman um að senda gögn varðandi Baug, sem Styrmir hafði fengið send frá Jóni Geraldi Sullenberg, til tollstjórans í Reykjavík. Tollstjórinn og Jónína sammældust um að koma gögnunum áfram til skattrannsóknarstjóra. Jón Gerald sagðist í gær ekki hafa vitað til þess að gögn sem hann sendi Styrmi hafi verið send til tollstjóra og þaðan til skattrannsóknarstjóra. Skúli Eggert Þorvaldsson skattrannsóknarstjóri staðfestir að hann hafi fengið gögnin send frá Snorra Olsen, tollstjóranum í Reykjavík, en þar sem þau hafi ekki varðað hugsanleg skattalögbrot hafi hann ekkert aðhafst í málinu. Í tölvupósti 23. júlí spurði Jónína Jón Gerald hvort hann hafi sent Snorra gögnin en fær ekki svar. Næsta dag sagði hún í tölvupósti til Styrmis: "Það eru tvær leiðir. Þú sendir mér þetta sjálfur. Ég tek þitt nafn af þessu og áframsendi það. Þarna er ekkert sem ég ekki veit, þú tekur nafnið þitt út og setur þetta á pappír og kemur til mín." Styrmir svaraði samdægurs: "Ég sendi þér þetta á eftir og þú tekur mitt nafn út, hvernig sem þú gerir það. Ekki mundi ég kunna það." Eftir að gögnin voru send til tollstjóra voru bréfaskriftir um málið milli Jónínu og Styrmis. Jónína sagði í tölvupósti til Styrmis Gunnarssonar 31. júlí 2002: "Tryggvi er að laga til út um allt, bara þekki hann þrjótinn. Vont að þessi rannsókn geti ekki byrjað strax. Hélt að það nægði þeim eitt skjal og upplýsingar um hvar hin er að finna. Þeir fengu fjöldann allan og enn hefur ekkert gerst." Styrmir svarði: "Ég held, að þeim nægi eitt skjal. Hins vegar get ég ímyndað mér að í þessu litla kerfi okkar taki undirbúningur að svona málum tíma, þótt hann ætti ekki að gera það. Hugsanlega er skattrannsóknarstjóri að bíða eftir því að fjármálaráðherra komi úr sumarfríi. Veit það ekki. Held þó að það sé alveg ljóst að eitthvað hljóti að gerast á meðan þú ert í Portúgal. [...] Með Jón Gerald: talaði við hann í gærkvöldi og kvaðst vilja hitta hann, þegar hann kemur. Hann mun hitta Jón Steinar á þriðjudagsmorgni og fara yfir þau gögn sem hann er með. Vonandi og væntanlega enda þau hjá skattayfirvöldum." Þegar Styrmir var beðinn um að skýra innihald þessa tölvupósts sagðist hann ekki geta það. Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Jónína Benediktsdóttir komu sér saman um að senda gögn varðandi Baug, sem Styrmir hafði fengið send frá Jóni Geraldi Sullenberg, til tollstjórans í Reykjavík. Tollstjórinn og Jónína sammældust um að koma gögnunum áfram til skattrannsóknarstjóra. Jón Gerald sagðist í gær ekki hafa vitað til þess að gögn sem hann sendi Styrmi hafi verið send til tollstjóra og þaðan til skattrannsóknarstjóra. Skúli Eggert Þorvaldsson skattrannsóknarstjóri staðfestir að hann hafi fengið gögnin send frá Snorra Olsen, tollstjóranum í Reykjavík, en þar sem þau hafi ekki varðað hugsanleg skattalögbrot hafi hann ekkert aðhafst í málinu. Í tölvupósti 23. júlí spurði Jónína Jón Gerald hvort hann hafi sent Snorra gögnin en fær ekki svar. Næsta dag sagði hún í tölvupósti til Styrmis: "Það eru tvær leiðir. Þú sendir mér þetta sjálfur. Ég tek þitt nafn af þessu og áframsendi það. Þarna er ekkert sem ég ekki veit, þú tekur nafnið þitt út og setur þetta á pappír og kemur til mín." Styrmir svaraði samdægurs: "Ég sendi þér þetta á eftir og þú tekur mitt nafn út, hvernig sem þú gerir það. Ekki mundi ég kunna það." Eftir að gögnin voru send til tollstjóra voru bréfaskriftir um málið milli Jónínu og Styrmis. Jónína sagði í tölvupósti til Styrmis Gunnarssonar 31. júlí 2002: "Tryggvi er að laga til út um allt, bara þekki hann þrjótinn. Vont að þessi rannsókn geti ekki byrjað strax. Hélt að það nægði þeim eitt skjal og upplýsingar um hvar hin er að finna. Þeir fengu fjöldann allan og enn hefur ekkert gerst." Styrmir svarði: "Ég held, að þeim nægi eitt skjal. Hins vegar get ég ímyndað mér að í þessu litla kerfi okkar taki undirbúningur að svona málum tíma, þótt hann ætti ekki að gera það. Hugsanlega er skattrannsóknarstjóri að bíða eftir því að fjármálaráðherra komi úr sumarfríi. Veit það ekki. Held þó að það sé alveg ljóst að eitthvað hljóti að gerast á meðan þú ert í Portúgal. [...] Með Jón Gerald: talaði við hann í gærkvöldi og kvaðst vilja hitta hann, þegar hann kemur. Hann mun hitta Jón Steinar á þriðjudagsmorgni og fara yfir þau gögn sem hann er með. Vonandi og væntanlega enda þau hjá skattayfirvöldum." Þegar Styrmir var beðinn um að skýra innihald þessa tölvupósts sagðist hann ekki geta það.
Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira