Jón Gerald hitti einkaspæjarann 26. september 2005 00:01 Jón Gerald Sullenberger segist vita með vissu að Baugur hafi ráðið einkaspæjara til að njósna um hann og konu hans. Hann neitar því að Jón Steinar Gunnlaugsson hafi sent gögn úr Baugsmálinu til ritstjóra Morgunblaðsins að sér forspurðum, eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Jón Steinar sagðist í viðtali við Fréttastofu í dag hafa sent Styrmi Gunnarssyni, ritstjóra Morgunblaðsins, gögn í Baugsmálinu í byrjun júlímánaðar 2002. Hann sagðist ekki geta staðfest það en byggist við að það væri rétt. Gögnin sem um ræðir varða samskipti Jóns Geralds við Tryggva Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson og snúa að uppgjöri á viðskiptum þeirra og greiðslum vegna bátsins Three Viking. Jón Steinar tók við þessum gögnum frá Jóni Gerald tuttugasta júni 2002, eða einum sex vikum áður en lögð var fram kæra gegn Baugi. Í Fréttablaðinu í morgun segir að gögnin hafi verið send án vitneskju Jóns Geralds, en það er ekki rétt, því Jón Gerald sendi Jóni Steinari sérstaklega tölvupóst þar sem hann veitir Jóni Steinari heimild til að sýna Styrmi gögnin. Í tölvupósti sem Jón Steinar sendi fréttastofunni í dag kemur fram að Jón Gerald veitti samþykki sitt fyrir því að Styrmi fengi gögnin. Jón Steinar kveðst ekki hafa spurt Jón Gerald af hverju hann vildi að Styrmir fengi þau af því að hann hafi verið lögmaður Jóns Geralds. „Umbjóðandi minn óskar bara eftir því að ég sendi gögn eitthvert og þá bara geri ég það,“ segir Jón Steinar, enda hafi hann verið í vinnu fyrir manninn. Aðspurður hvort hann hafi vitað á þessum tíma af hverju Styrmir var að fá þessi gögn segir Jón Steinar að í raun og veru hafi hann ekki vitað það. Það sé hins vegar rétt sem fram hafi komið að Styrmir hafi haft milligöngu um það að Jón Steinar réðst til starfa fyrir Jón Gerald. Jón Gerald segist hafa átt allt frumkvæði að því að senda gögnin til Styrmis og segir, eins og Jón Steinar, að lögfræðingurinn hafi bara unnið sína vinnu og ekki vitað hvers vegna gögnin voru send. Hann segir gögnin hafa verið ætluð til birtingar í Morgunblaðinu því hann „vildi að þjóðin sæi hvernig þessir menn vinna.“ Jón Gerald segist ekki geta svarað því af hverju Morgunblaðið birti aldrei gögnin; því verði Styrmir Gunnarsson að svara. Í Morgunblaðinu í morgun varpar Styrmir fram þeirri spurningu hvort satt sé að einhverjir aðilar á vegum Baugs hafi ráðið einkaspæjara í Bandaríkjunum til þess að rannsaka einkahagi Jóns Geralds og eiginkonu hans, og líf þeirra allt. Jón Gerald svarar þessari spurningu játandi og kveðst hafa hitt manninn. Hann segir aðilana hafa farið offari í Bandfaríkjunum og m.a. ráðið fjórar lögfræðiskrifstofur til að ganga á sig og „ganga endanlega frá“ sér. Spurður hvað hann meini með því segir Jón Gerald að þeir hafi ætlað að gera sig gjaldþrota og taka allt sem hann átti frá honum. Jóhannes Jónsson vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í dag og ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fleiri fréttir Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn Sjá meira
Jón Gerald Sullenberger segist vita með vissu að Baugur hafi ráðið einkaspæjara til að njósna um hann og konu hans. Hann neitar því að Jón Steinar Gunnlaugsson hafi sent gögn úr Baugsmálinu til ritstjóra Morgunblaðsins að sér forspurðum, eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Jón Steinar sagðist í viðtali við Fréttastofu í dag hafa sent Styrmi Gunnarssyni, ritstjóra Morgunblaðsins, gögn í Baugsmálinu í byrjun júlímánaðar 2002. Hann sagðist ekki geta staðfest það en byggist við að það væri rétt. Gögnin sem um ræðir varða samskipti Jóns Geralds við Tryggva Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson og snúa að uppgjöri á viðskiptum þeirra og greiðslum vegna bátsins Three Viking. Jón Steinar tók við þessum gögnum frá Jóni Gerald tuttugasta júni 2002, eða einum sex vikum áður en lögð var fram kæra gegn Baugi. Í Fréttablaðinu í morgun segir að gögnin hafi verið send án vitneskju Jóns Geralds, en það er ekki rétt, því Jón Gerald sendi Jóni Steinari sérstaklega tölvupóst þar sem hann veitir Jóni Steinari heimild til að sýna Styrmi gögnin. Í tölvupósti sem Jón Steinar sendi fréttastofunni í dag kemur fram að Jón Gerald veitti samþykki sitt fyrir því að Styrmi fengi gögnin. Jón Steinar kveðst ekki hafa spurt Jón Gerald af hverju hann vildi að Styrmir fengi þau af því að hann hafi verið lögmaður Jóns Geralds. „Umbjóðandi minn óskar bara eftir því að ég sendi gögn eitthvert og þá bara geri ég það,“ segir Jón Steinar, enda hafi hann verið í vinnu fyrir manninn. Aðspurður hvort hann hafi vitað á þessum tíma af hverju Styrmir var að fá þessi gögn segir Jón Steinar að í raun og veru hafi hann ekki vitað það. Það sé hins vegar rétt sem fram hafi komið að Styrmir hafi haft milligöngu um það að Jón Steinar réðst til starfa fyrir Jón Gerald. Jón Gerald segist hafa átt allt frumkvæði að því að senda gögnin til Styrmis og segir, eins og Jón Steinar, að lögfræðingurinn hafi bara unnið sína vinnu og ekki vitað hvers vegna gögnin voru send. Hann segir gögnin hafa verið ætluð til birtingar í Morgunblaðinu því hann „vildi að þjóðin sæi hvernig þessir menn vinna.“ Jón Gerald segist ekki geta svarað því af hverju Morgunblaðið birti aldrei gögnin; því verði Styrmir Gunnarsson að svara. Í Morgunblaðinu í morgun varpar Styrmir fram þeirri spurningu hvort satt sé að einhverjir aðilar á vegum Baugs hafi ráðið einkaspæjara í Bandaríkjunum til þess að rannsaka einkahagi Jóns Geralds og eiginkonu hans, og líf þeirra allt. Jón Gerald svarar þessari spurningu játandi og kveðst hafa hitt manninn. Hann segir aðilana hafa farið offari í Bandfaríkjunum og m.a. ráðið fjórar lögfræðiskrifstofur til að ganga á sig og „ganga endanlega frá“ sér. Spurður hvað hann meini með því segir Jón Gerald að þeir hafi ætlað að gera sig gjaldþrota og taka allt sem hann átti frá honum. Jóhannes Jónsson vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í dag og ekki náðist í Jón Ásgeir Jóhannesson þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fleiri fréttir Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn Sjá meira