Innlent

Bæjarstjórn styður sameiningu

stefán
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir stuðningi sínum við sameiningu Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandarhrepps í kosningum 8. október í tilkynningu sem hún sendir frá sér í dag. Þá hvetur bæjarstjórnin íbúa í Hafnarfirði til að kynna sér vel þær upplýsingar sem liggja fyrir og jafnframt að taka þátt í kosningunum. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er enn fremur ánægð með það góða samstarf sem verið hefur við starfsmenn, stjórnendur og fulltrúa Vatnsleysustrandarhrepps varðandi starf samstarfsnefndar um sameiningu Hafnarfjarðar og Vatnsleystrandarhrepps. Þá segir í tilkynningunni að þær ítarlegu upplýsingar sem liggja fyrir varðandi greiningu á áhrifum sameiningar í skýrslu ráðgjafafyrirtækisins ParX séu að mati bæjarstjórnar góður grundvöllur að ákvörðunartöku fyrir íbúa sveitarfélaganna. Samkvæmt menginniðurstöðum skýrslunnar séu fjölmargir þættir sem benda til þess að sameining þessara sveitarfélaga sé góður kostur fyrir íbúa bæði í Hafnarfirði og Vatnsleysustrandarhreppi, sé litið til þjónustuþátta, fjárhagsmála og margvíslegra sameiginlegra hagsmuna sveitarfélaganna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×