Hreinn vísar ummælum Styrmis á bug 28. september 2005 00:01 Baugur ætlar að kanna hvort efni sé til opinberrar rannsóknar á gjörðum Styrmis Gunnarssonar, Jónínu Benediktsdóttur, Jóns Geralds Sullenbergers, Jóns Steinars Gunnlaugssonar og Kjartans Gunnarssonar. Þá er félagið að meta réttarstöðu sína hvað varðar meiðyrði í þess garð. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem segir að Morgunblaðið hafi verið notað til að dreifa athygli manna frá aðalatriðum málsins, meðal annars með fréttaflutningi af gömlum málaferlum sem hafi verið samið um fyrir tveimur árum. Ekki náðist í Hrein í dag, en hann er staddur í London. Hann ræddi hins vegar við Ingu Lind Karlsdóttur og Heimi Karlsson í Íslandi í bítið í morgun og var ómyrkur í máli, talaði um leynifundi og samsæri. En er ekki kæran í málinu aðalatriðið, en tildrög hennar aukaatriði? Hreinn segir kæruna auðvitað vera aðalatriði en hinsvegar hafi komið í ljós að kæran hafi ekki átt við rök að styðjast. Ýmsir aðrir lögmenn sem skoðað hafi málið séu sammála honum þar um. Morgunblaðið hefur upplýst að ráðinn var einkaspæjari til að fylgjast með Jóni Gerald Sullenberger á meðan á málaferlum stóð í Flórída. Hreinn segir ekkert óeðlilegt við það. Hann segir bandaríska lögmenn hafa annast um þann málarekstur og aðrar réttafarsreglur gilda þar ytra. Hann segir vel geta verið að lögmennirnir hafi fengið aðra aðila til að sinna gagnaöflun. Hann segir því gagnnrýni Styrmis Gunnarssonar beinast frekar að bandarísku réttarkerfi en Baugi. En ber Baugur að einhverju leyti ábyrgð á leka á einkatölvupósti fólks til Fréttablaðsins, sem er í eigu félagsins? Hreinn fullyrðir að svo sé alls ekki og vísar þeirri gagnrýni til föðurhúsana. Ekki er tiltekið í tilkynningunni hvaða ummæli Baugur telji að varði mögulega við meiðyrðalöggjöfina. Baugur er jafnframt að kanna hvort ástæða sé til að krefjast opinberrar rannsóknar á þætti einstaklinga í innsta hring Sjálfstæðisflokksins og fleiri við að hrinda af stað þeirri atburðarás sem leiddi til að Baugsmálið er nú komið fyrir Hæstarétt. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira
Baugur ætlar að kanna hvort efni sé til opinberrar rannsóknar á gjörðum Styrmis Gunnarssonar, Jónínu Benediktsdóttur, Jóns Geralds Sullenbergers, Jóns Steinars Gunnlaugssonar og Kjartans Gunnarssonar. Þá er félagið að meta réttarstöðu sína hvað varðar meiðyrði í þess garð. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem segir að Morgunblaðið hafi verið notað til að dreifa athygli manna frá aðalatriðum málsins, meðal annars með fréttaflutningi af gömlum málaferlum sem hafi verið samið um fyrir tveimur árum. Ekki náðist í Hrein í dag, en hann er staddur í London. Hann ræddi hins vegar við Ingu Lind Karlsdóttur og Heimi Karlsson í Íslandi í bítið í morgun og var ómyrkur í máli, talaði um leynifundi og samsæri. En er ekki kæran í málinu aðalatriðið, en tildrög hennar aukaatriði? Hreinn segir kæruna auðvitað vera aðalatriði en hinsvegar hafi komið í ljós að kæran hafi ekki átt við rök að styðjast. Ýmsir aðrir lögmenn sem skoðað hafi málið séu sammála honum þar um. Morgunblaðið hefur upplýst að ráðinn var einkaspæjari til að fylgjast með Jóni Gerald Sullenberger á meðan á málaferlum stóð í Flórída. Hreinn segir ekkert óeðlilegt við það. Hann segir bandaríska lögmenn hafa annast um þann málarekstur og aðrar réttafarsreglur gilda þar ytra. Hann segir vel geta verið að lögmennirnir hafi fengið aðra aðila til að sinna gagnaöflun. Hann segir því gagnnrýni Styrmis Gunnarssonar beinast frekar að bandarísku réttarkerfi en Baugi. En ber Baugur að einhverju leyti ábyrgð á leka á einkatölvupósti fólks til Fréttablaðsins, sem er í eigu félagsins? Hreinn fullyrðir að svo sé alls ekki og vísar þeirri gagnrýni til föðurhúsana. Ekki er tiltekið í tilkynningunni hvaða ummæli Baugur telji að varði mögulega við meiðyrðalöggjöfina. Baugur er jafnframt að kanna hvort ástæða sé til að krefjast opinberrar rannsóknar á þætti einstaklinga í innsta hring Sjálfstæðisflokksins og fleiri við að hrinda af stað þeirri atburðarás sem leiddi til að Baugsmálið er nú komið fyrir Hæstarétt.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira