Sírenan skellur í Hvíta Tjaldið 29. september 2005 00:01 Kvikmynd byggð á Siren leikjaseríunni fyrir PS2 mun koma í bíóhús á næsta ári samkvæmt japönskum fréttamiðlum. Þessari hryllingsmynd verður leikstýrt af Yukihiko Tsutsumi, sem er vel þekktur í Japan, og í aðalhlutverki er Yui Ichikawa sem er fræg fyrir hlutverk sitt sem Chiharu í hryllingnum Juon. Siren var upprunalega gefin út sem tölvuleikur árið 2003, og náði góðum vinsældum, en varð þekktastur í Japan fyrir auglýsingar sem voru svo hræðilegar að það þurfti að taka þær úr sýningu vegna þess að þær hræddu lítil börn. Söguþráður myndarinnar á sér stað á eyjunni Yamijima, sem hefur verið að mestu mannlaus eftir að flestir íbúarnir hurfu sporlaust fyrir 29 árum. Spennan hefst svo þegar kvenhetjan kemur til eyjarinnar til að heimsækja bróður sinn sem er að hvíla sig þar eftir veikindi. Þá fara hlutirnir hinsvegar að verða ansi furðulegir, þegar hún kemst að því að engum er leyft að fara út þegar sírena í þorpinu er í gangi. Tökum á myndinni er næstum lokið og hún kemur í Japönsk kvikmyndahús 11. febrúar nk. Árni Pétur Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Kvikmynd byggð á Siren leikjaseríunni fyrir PS2 mun koma í bíóhús á næsta ári samkvæmt japönskum fréttamiðlum. Þessari hryllingsmynd verður leikstýrt af Yukihiko Tsutsumi, sem er vel þekktur í Japan, og í aðalhlutverki er Yui Ichikawa sem er fræg fyrir hlutverk sitt sem Chiharu í hryllingnum Juon. Siren var upprunalega gefin út sem tölvuleikur árið 2003, og náði góðum vinsældum, en varð þekktastur í Japan fyrir auglýsingar sem voru svo hræðilegar að það þurfti að taka þær úr sýningu vegna þess að þær hræddu lítil börn. Söguþráður myndarinnar á sér stað á eyjunni Yamijima, sem hefur verið að mestu mannlaus eftir að flestir íbúarnir hurfu sporlaust fyrir 29 árum. Spennan hefst svo þegar kvenhetjan kemur til eyjarinnar til að heimsækja bróður sinn sem er að hvíla sig þar eftir veikindi. Þá fara hlutirnir hinsvegar að verða ansi furðulegir, þegar hún kemst að því að engum er leyft að fara út þegar sírena í þorpinu er í gangi. Tökum á myndinni er næstum lokið og hún kemur í Japönsk kvikmyndahús 11. febrúar nk.
Árni Pétur Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira