BÍ mótmælir aðgerð sýslumannsins 30. september 2005 00:01 Stjórn Blaðamannafélags Íslands mótmælir þeirri aðgerð sýslumannsins í Reykjavík að krefja blaðamenn á Fréttablaðinu um gögn sem sýslumaður telur þá hafa undir höndum. Eins og greint var frá fyrr í dag komu fulltrúar sýslumanns á ritstjórn Fréttablaðsins rétt fyrir hádegi með lögbannsúrskurð á frekari birtingu upplýsinga úr nafnlausum tölvupóstum. Tölvupóstarnir sem um ræðir eru þeir sem Fréttablaðið hefur byggt fréttir sínar af aðdraganda Baugsrannsóknarinnar á. Stjórn Blaðamannafélags Íslands mótmælir þeirri aðgerð sýslumannsins í Reykjavík að krefja blaðamenn á Fréttablaðinu um gögn sem sýslumaður telur þá hafa undir höndum. Sýslumaðurinn á ekkert erindi inn á ritstjórnarskrifstofur íslenskra fjölmiðla. Með þessum aðgerðum er verið að veitast að tjáningarfrelsinu og þeim rétti blaðamanna að afla sér gagna og vinna úr þeim. Aðgerðirnar ógna einnig nauðsynlegri vernd blaðamanna við trúnaðarmenn sína. Fjölmiðlar gegna lykilhlutverki í lýðræðissamfélagi og trúnaður þeirra við heimildamenn er einn af hornsteinum þess. Vernd blaðamanna við heimildamenn er þar að auki staðfest með dómi Hæstaréttar. Aðgerðir sýslumanns eru atlaga að þeim rétti. Í ályktun stjórnar BÍ segir orðrétt: Stjórn Blaðamannafélags Íslands hefur í dag samþykkt eftirfarandi ályktun: Jóhann Hlíðar Harðarson, varaformaður BÍ, segir stjórnina öskureiða út af málinu. Hún telji þetta vera freklega ógnun við tjáningarfrelsi í landinu og frjálsa fjölmiðlun. Jóhann segir að með því að gera þetta sé verið að fæla fólk frá því að miðla oft og tíðum afar mikilvægum upplýsingum til fjölmiðla vegna þess að vofa sýslumanns eða annarra yfirvalda vofi nú yfir ritstjórnum allra fjölmiðla í landinu. Sigurjón M. Egilsson, fréttastjóri Fréttablaðsins, fullyrðir að af gögnunum sem nú eru í höndum sýslumannsins sé ekki hægt að rekja hver kom þeim í hendur Fréttablaðsins. Það vissi sýslumaður hins vegar ekki fyrir, og málið vekur því upp alvarlegar spurningar um vernd heimildarmanna. Fyrir tveimur árum lagði Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ásamt fleirum, fram lagafrumvarp um vernd heimildarmanna, sem ætlað var meðal annars að koma í veg fyrir að hægt væri að taka gögn af ritstjórnum sem gætu innihaldið upplýsingar um heimildarmenn. Málinu var vísað í nefnd og hefur aldrei verið afgreitt þaðan. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Stjórn Blaðamannafélags Íslands mótmælir þeirri aðgerð sýslumannsins í Reykjavík að krefja blaðamenn á Fréttablaðinu um gögn sem sýslumaður telur þá hafa undir höndum. Eins og greint var frá fyrr í dag komu fulltrúar sýslumanns á ritstjórn Fréttablaðsins rétt fyrir hádegi með lögbannsúrskurð á frekari birtingu upplýsinga úr nafnlausum tölvupóstum. Tölvupóstarnir sem um ræðir eru þeir sem Fréttablaðið hefur byggt fréttir sínar af aðdraganda Baugsrannsóknarinnar á. Stjórn Blaðamannafélags Íslands mótmælir þeirri aðgerð sýslumannsins í Reykjavík að krefja blaðamenn á Fréttablaðinu um gögn sem sýslumaður telur þá hafa undir höndum. Sýslumaðurinn á ekkert erindi inn á ritstjórnarskrifstofur íslenskra fjölmiðla. Með þessum aðgerðum er verið að veitast að tjáningarfrelsinu og þeim rétti blaðamanna að afla sér gagna og vinna úr þeim. Aðgerðirnar ógna einnig nauðsynlegri vernd blaðamanna við trúnaðarmenn sína. Fjölmiðlar gegna lykilhlutverki í lýðræðissamfélagi og trúnaður þeirra við heimildamenn er einn af hornsteinum þess. Vernd blaðamanna við heimildamenn er þar að auki staðfest með dómi Hæstaréttar. Aðgerðir sýslumanns eru atlaga að þeim rétti. Í ályktun stjórnar BÍ segir orðrétt: Stjórn Blaðamannafélags Íslands hefur í dag samþykkt eftirfarandi ályktun: Jóhann Hlíðar Harðarson, varaformaður BÍ, segir stjórnina öskureiða út af málinu. Hún telji þetta vera freklega ógnun við tjáningarfrelsi í landinu og frjálsa fjölmiðlun. Jóhann segir að með því að gera þetta sé verið að fæla fólk frá því að miðla oft og tíðum afar mikilvægum upplýsingum til fjölmiðla vegna þess að vofa sýslumanns eða annarra yfirvalda vofi nú yfir ritstjórnum allra fjölmiðla í landinu. Sigurjón M. Egilsson, fréttastjóri Fréttablaðsins, fullyrðir að af gögnunum sem nú eru í höndum sýslumannsins sé ekki hægt að rekja hver kom þeim í hendur Fréttablaðsins. Það vissi sýslumaður hins vegar ekki fyrir, og málið vekur því upp alvarlegar spurningar um vernd heimildarmanna. Fyrir tveimur árum lagði Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ásamt fleirum, fram lagafrumvarp um vernd heimildarmanna, sem ætlað var meðal annars að koma í veg fyrir að hægt væri að taka gögn af ritstjórnum sem gætu innihaldið upplýsingar um heimildarmenn. Málinu var vísað í nefnd og hefur aldrei verið afgreitt þaðan.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira