Innlent

Skrifar umboðsmanni bréf

Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Frjálslynda flokksins, hefur ritað umboðsmanni Alþingis bréf þar sem hún fer þess á leit að hann svari spurningum sem varða brotthvarf Gunnars Arnar Örlygssonar úr Frjálslynda flokknum og yfir til Sjálfstæðisflokksins síðastliðinn vetur. Hún segir spurninga fyrst of fremst snúast um fulltrúalýðræði og að brotthvarf hans hafi verið svik við kjósendur. Einnig bendir hún á að við bortthvarfið rýrist hlutur stjórnarandstöðu. Margrét segir erindi hennar snúast fyrst og fremst um fulltrúalýðræði, en það sé við lýði á Íslandi en ekki einstaklingsframboð. Að hennar mati hafi þingsætið aldrei verið þingmannsins heldur flokksins. Hingað til hafi verið litið þannig á að þingmenn eigi að fylgja sannfæringu sinni og hún telji að almennur skilningur sé sá að það eigi við um einstök mál. Henni finnist framkoma Gunnars gefa ærið tilefni til þess að málið verði skoðað í stjórnarskrárnefnd. Ef umboðsmaður Alþingis telji að honum beri ekki að svara erindinu, eins og hún eigi allt eins von á, þá óski hún svara frá öðrum um hvert hægt sé að leita með svo stórt mál sem varði lýðræði svo miklu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×