Innlent

Varnir í sjávarútvegi að bresta

Varnir í sjávarútvegi eru að bresta vegna hás gengis krónunnar og enginn á að leyfa sér að líta fram hjá því. Þetta sagði Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra í ræðu sinni á fundi samtaka fiskvinnslustöðva í dag. Sjávarútvegsráðherra segir að fyrirsjáanlegt hefði verið að raungengi myndi hækka með auknum umsvifum en staða krónunnar nú yrði ekki skýrð með þeim. Viðfangsefnið sem fyrir lægi væri þríþætt, að tryggja jafnvægi í þjóðarbúskapnum, treysta stöðu atvinnulífsins og tryggja lága verðbólgu. Lækka þyfti raungengi krónunnar. Einar sagðist óttast að sú leið að lækka eingöngu stýrivexti Seðlabankans við núverandi aðstæður gæti kallað á víxlverkun kaupgjalds og verðlags. Vísaði hann á tvær leiðir til þess að stuðla að lækkun raungengis, að draga úr umfangi lánastarfsemi og lækka heildarútlán og huga að því að styrkja enn frekar gjaldeyrisvarasjóð landsmanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×