Innlent

Tillögur um viðbrögð samþykktar

Mikilvægt er að bráðabirgðarniðurstöður á endurskoðaðrar viðbúnaðaráætlunar, vegna hugsanlegs heimsfaraldurs fuglaflensu, liggi fyrir sem fyrst. Ríkisstjórn Íslands samþykkti í dag tillögur um viðbrögð og aðgerðir ef fuglaflensufaraldur fer á stað. Jafnframt á að gera úttekt á efnahagslegum áhrifum hugsanlegs heimsfaraldurs hér á landi og aðgerðum sem gæti þurfti að grípa til vegna þeirra. Fuglaflensa er banvænasta flensa sögunnar. Meira en helmingur þeirra sem sýkjast lifir ekki af. Tilfelli hafa nú þegar komið upp í Síberíu og í Asíu og þá berast fregnir af því að hún hafi greinst í Rúmeníu. Í tillögunni sem er frá heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra segir að um leið og bráðabirgðaniðurstöðurnar liggja fyrir verði hægt að gera viðeigandi ráðstafanir vegna innkaupa og birgðahalds hjá heilbrigðisstofnunum, lögreglu og öðrum aðilum. Þegar hefur verið aflað 89 þúsund meðferðarskammta af inflúenslulyfjum. Tryggja þarf að alltaf séu til öryggisbirgðir dreypilyfja hér á landi sem samsvari þriggja mánaða notkun. Einnig á á kanna möguleika á því að íslensk fyrirtæki framleiði slík lyf. Í tillögunni sem var samþykkt er gert ráð fyrir að yfirdýralæknir standi að rannsókn á faraldsfræði fuglainflúensu hér á landi meðal farfugla og eldisfugla með það fyrir augum að afla þekkingar á útbreiðslu fuglaflensunnar og kanna líkur á smiti frá villtum andfuglum yfir í alifugla hér á landi. Lagt var til að nefndin starfi áfram og skili skýrslu um miðjan desember. Hér má tillöguna í heild sinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×