Innlent

Akureyri fær mest úr jöfnunarsjóði

Akureyrarkaupstaður fær allra sveitarfélaga mest greitt úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga samkvæmt tillögu ráðgjafarnefndar sjóðsins. 192 milljónir renna til Akureyrar, næst kemur Reykjanesbær með 109 milljónir króna. Þessi tvö sveitarfélög fá því um 300 milljónir króna samanlagt eða þriðjung þess fjár sem jöfnunarsjóður sveitarfélaga úthlutar. Fimmtíu sveitarfélög fá engin framlög. Framlögin eru til tekjujöfnunar, þannig að hífa á upp þau sveitarfélög sem hafa lægri skatttekjur en sem nemur meðaltali álíka stórra sveitarfélaga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×