Innlent

Skiptar skoðanir fyrir austan

Á Norðausturhorninu verður kosið um sameiningu Skeggjastaðahrepps og Vopnafjarðar, og á MiðAusturlandi um sameiningu Mjóafjarðar, þar sem fæstir eru á kjörskrá eða 38 manns, Fjarðabyggðar, Austurbyggðar og Fáskrúðsfjarðarhrepps. Hákon Unnar Seljan Jóhannsson, var að kjósa í fyrsta skipti á Reyðarfirði og hafði þetta að segja. "Ég vil auðvitað sameina alla þessa bæi, Austurbyggð, Mjóafjörð og Fjarðarbyggð. Nauðsynlegt." Hann segir að þá verði vonandi ódýrara að stjórna sveitarfélaginu og hægt að deila gróðanum af álverinu. Haukur Líndal á Eskifirði var á annari skoðun. "Ég er á móti sameiningu. Mér finnst ekki vera búið að klára þessa sameiningu í Fjarðarbyggð ennþá."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×