Innlent

Efast um hæfi Þorsteins

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, lýsir miklum efasemdum um hæfi Þorsteins Pálssonar, sendiherra og fyrrverandi forsætisráðherra, til að rita sögu þingræðis á Íslandi. Kristinn segir mannaráðningar hins opinbera á vondri vegferð. Sumar ráðningar segir hann illskiljanlegar nema með því að beita kenningum um vinargreiða og pólitíska samstöðu. Ráðning Þorsteins Pálssonar til að skrifa sögu þingræðis á Íslandi fer sérstaklega fyrir brjóstið á Kristni, sem segir sér fyrirmunað að sjá hvernig Þorsteinn geti fjallað með trúverðugum hætti um eigin valdatíma í stjórnmálasögunni. Kristinn spyr, í pistli á heimasíðu sinni, hvernig frásögn Þorsteins verði af stjórnarslitunum 1988 þegar Steingrímur Hermannsson og Jón Baldvin Hannibalsson slitu stjórn í beinni útsendingu á Stöð 2. Hann spyr einnig hvernig formaður Sjálfstæðisflokksins til átta ára eigi að geta gert sæmilega grein fyrir stjórnmálaflokkum með hlutlausum hætti og segist ekki geta skrifað upp á ráðningu Þorsteins þrátt fyrir ágætt samstarf við hann á árum áður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×