Innlent

Vilja lækka matarskatt

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kynnti tillögur sínar á fundi Samfylkingarfélagsins í gær. Hún vill hætta við lækkun tekjuskatts og lækka í staðinn matarskattinn. Hvernig hugnast varaformanni fjárlaganefndar lækkun virðisauka á matvæli. "Það er gamalt mál sem við Sjálfstæðismenn höfum verið með, og settum fram fyrir mörgum árum að reyna að lækka virðisaukann á matvælum," segir Einar Oddur Kristjánsson. "Við höfum haft það til skoðunar, vorum með það í okkar kosningaprógrammi fyrir síðustu kosningar og höfum sagt að við ætlum að reyna að koma því að einhverjum hluta á á þessu kjörtímabili. Einar Oddur er telur hins vegar ekki að rétt sé að hætta við lækkun tekjuskattsins. Lækkunin sé löngu ákveðin og gangi eftir að óbreyttum forsendum. En vilji Sjálfstæðismenn lækka matarskattinn og Samfylkingin líka, er þá að myndast pólitísk samstaða um lækkunina? "Það væri mjög ánægjulegt ef það gerðist í þinginu að allir legðust á árarnar og tækju alvarlega þær viðvörunarbjöllur sem núna klingja," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar. "Við munum leita samstarfs um þetta við alla flokka." Þó að Ingibjörg og Samfylkingin vilji hætta við lækkun tekjuskattsins nú var það á stefnuskrá Samfylkingarinnar fyrir nokkrum árum að lækka þann skatt. Er kúvendingin nú ekki ótrúverðug, þegar af lækkunin er í sjónmáli? "Veruleikinn í dag er allt annar en veruleikinn var 2001," segir Ingibjörg Sólrún. "Það er búið að lækka tekjuskattinn umtalsvert síðan þá. Þetta er algjörlega í samræmi við þær tillögur sem við fórum fram með fyrir síðustu kosningar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×