Innlent

Vara við afnámi synjunarvalds

Þjóðarhreyfingin varar við því að við yfirstandandi enduskoðun stjórnarskrár verði hróflað við 26. grein núgildandi stjórnarskrár sem kveður á um að forseti geti hafnað lagafrumvarpi og lagt undir atkvæði þjóðarinnar. Í yfirlýsingu frá þjóðarhreyfingunni segir að ef þessi valdheimild verði tekin af forsetaembættinu þá gæti hann allt eins verið þingkjörinn. Þar segir að reynslan sýni að þessi valdheimild muni ávallt verða notuð af hófsemi og varfærni, þar sem henni hefur aðeins einu verið beitt á sextíu árum. Þrátt fyrir það sé hún þinginu mikilvægt aðhald sem ekki megi afnema.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×