Ekki ástæða til afsagna 11. október 2005 00:01 Ríkislögreglustjóri telur ekki ástæðu til að yfirmenn hjá embættinu segi af sér vegna Baugsmálsins, en segist þó hafa íhugað það. Þeir átta ákæruliðir sem eftir standa eftir dóm Hæstaréttar snúast um efnahagsreikninga og tollsvik sem nema rúmlega tveimur milljónum króna. Það er Ríkissaksóknara að ákveða hvort ákært verður að nýju í þeim þrjátíu og tveimur ákæruliðum sem Hæstiréttur vísaði frá. Ríkislögreglustjóri og ríkissaksóknari funduðu í dag um framhald Baugsmálsins eftir frávísum 32 ákæruliða í Hæstarétti. Ákveðið var að ríkissaksóknari tæki við þeim ákæruliðum en að ríkislögreglustjóri heldi áfram með þá átta ákræruliði sem vísað var aftur í hérað. Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, telur það heppilegast vegna framgang málsins og framtíð málsins að ríkissaksóknari taki ákvarðanir um framhaldið. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri skýrir þann langa tíma sem tók að rannsaka málið meðal annars með meintum skattalagabrotum sem farið hafa á milli skattrannsóknarstjóra og ríkislögreglustjóra en tengjast ekki ákærunni sem Hæstiréttur felldi dóm um í gær. Hann segir kæru vegna meinta stórfelldra skattalagbrota enn vera til meðferðar hjá hans embætti. Kæra barst þangað og of snemmt sé að segja til um framhaldið. Haraldur hefur velt fyrir sér hvort Hæstiréttur sé að gefa frá sér nýjar leiðbeiningar um það hvernig ákærusmíð á að vera í framtíðinni. Jón H. Snorrason segir ekki hafa verið tekið saman hver kostnaður rannsóknarinnar er en ljóst sé að hann hlaupi á tugum milljóna króna. Haraldur segist ekki vita hvort ríkissaksóknari hyggist gefa út nýja ákæru í málinu. Ekki náðist í ríkissaksóknara í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Ríkislögreglustjóri telur ekki ástæðu til að yfirmenn hjá embættinu segi af sér vegna Baugsmálsins, en segist þó hafa íhugað það. Þeir átta ákæruliðir sem eftir standa eftir dóm Hæstaréttar snúast um efnahagsreikninga og tollsvik sem nema rúmlega tveimur milljónum króna. Það er Ríkissaksóknara að ákveða hvort ákært verður að nýju í þeim þrjátíu og tveimur ákæruliðum sem Hæstiréttur vísaði frá. Ríkislögreglustjóri og ríkissaksóknari funduðu í dag um framhald Baugsmálsins eftir frávísum 32 ákæruliða í Hæstarétti. Ákveðið var að ríkissaksóknari tæki við þeim ákæruliðum en að ríkislögreglustjóri heldi áfram með þá átta ákræruliði sem vísað var aftur í hérað. Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri, telur það heppilegast vegna framgang málsins og framtíð málsins að ríkissaksóknari taki ákvarðanir um framhaldið. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri skýrir þann langa tíma sem tók að rannsaka málið meðal annars með meintum skattalagabrotum sem farið hafa á milli skattrannsóknarstjóra og ríkislögreglustjóra en tengjast ekki ákærunni sem Hæstiréttur felldi dóm um í gær. Hann segir kæru vegna meinta stórfelldra skattalagbrota enn vera til meðferðar hjá hans embætti. Kæra barst þangað og of snemmt sé að segja til um framhaldið. Haraldur hefur velt fyrir sér hvort Hæstiréttur sé að gefa frá sér nýjar leiðbeiningar um það hvernig ákærusmíð á að vera í framtíðinni. Jón H. Snorrason segir ekki hafa verið tekið saman hver kostnaður rannsóknarinnar er en ljóst sé að hann hlaupi á tugum milljóna króna. Haraldur segist ekki vita hvort ríkissaksóknari hyggist gefa út nýja ákæru í málinu. Ekki náðist í ríkissaksóknara í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira