Dómsmálaráðherra talinn vanhæfur 14. október 2005 00:01 „Ef Björn á að fá að ráða því hver ræðst á Baug þá er nú fokið í flest skjól. Hann er algjörlega vanhæfur, það eru allir sammála um það," segir Jón Ásgeir Jóhannesson, framkvæmdastjóri Baugs. „Það þarf ekki annað en að skoða heimasíðu Björns þar sem hann hefur ítrekað ráðist á okkur fjölskylduna og fyrirtæki okkur tengd," segir Jón Ásgeir. Bogi Nilsson ríkissaksóknari hefur ákveðið að stýra ekki athugun á málefnum Baugs vegna þess að bróðir hans og tveir synir hafa starfað hjá KPMG endurskoðun og þannig unnið fyrir Baug. Lögum samkvæmt kemur það í hlut dómsmálaráðherra að útnefna annan löghæfan aðila til verksins. „Björn Bjarnason dómsmálaráðherra verður að athuga það hvort hann geti talist hæfur til þess að koma að málum sem varða Baug og þá sakborninga sem þar starfa," segir Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs. „Það er þriðja grein stjórnsýslulaga sem fjallar um sérstakt hæfi starfsmanna stjórnsýslunnar. Aðalálitaefnið er hvort sjötti töluliður þriðju greinar á við. Það er mjög vandmeðfarin regla svo vægt sé til orða tekið," segir Páll Sveinn Hreinsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Í þessum tölulið segir meðal annars að maður sé vanhæfur „ef að öðru leyti eru fyrir hendi þær aðstæður sem fallnar eru til þess að draga óhlutdrægni starfsmanns í efa með réttu". Þarna er tekið til þess hvort hætta sé á að ómálefnaleg sjónarmið geti haft áhrif á ákvörðun stjórnsýslustarfsmanns. Bogi segir í yfirlýsingu sinni frá því í gær að hann telji það miklu máli skipta að ríkissaksóknari njóti ávallt fulls trausts við meðferð mála þannig að ekki sé unnt að draga óhlutdrægni hans í efa. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
„Ef Björn á að fá að ráða því hver ræðst á Baug þá er nú fokið í flest skjól. Hann er algjörlega vanhæfur, það eru allir sammála um það," segir Jón Ásgeir Jóhannesson, framkvæmdastjóri Baugs. „Það þarf ekki annað en að skoða heimasíðu Björns þar sem hann hefur ítrekað ráðist á okkur fjölskylduna og fyrirtæki okkur tengd," segir Jón Ásgeir. Bogi Nilsson ríkissaksóknari hefur ákveðið að stýra ekki athugun á málefnum Baugs vegna þess að bróðir hans og tveir synir hafa starfað hjá KPMG endurskoðun og þannig unnið fyrir Baug. Lögum samkvæmt kemur það í hlut dómsmálaráðherra að útnefna annan löghæfan aðila til verksins. „Björn Bjarnason dómsmálaráðherra verður að athuga það hvort hann geti talist hæfur til þess að koma að málum sem varða Baug og þá sakborninga sem þar starfa," segir Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs. „Það er þriðja grein stjórnsýslulaga sem fjallar um sérstakt hæfi starfsmanna stjórnsýslunnar. Aðalálitaefnið er hvort sjötti töluliður þriðju greinar á við. Það er mjög vandmeðfarin regla svo vægt sé til orða tekið," segir Páll Sveinn Hreinsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Í þessum tölulið segir meðal annars að maður sé vanhæfur „ef að öðru leyti eru fyrir hendi þær aðstæður sem fallnar eru til þess að draga óhlutdrægni starfsmanns í efa með réttu". Þarna er tekið til þess hvort hætta sé á að ómálefnaleg sjónarmið geti haft áhrif á ákvörðun stjórnsýslustarfsmanns. Bogi segir í yfirlýsingu sinni frá því í gær að hann telji það miklu máli skipta að ríkissaksóknari njóti ávallt fulls trausts við meðferð mála þannig að ekki sé unnt að draga óhlutdrægni hans í efa.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira